Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 98
88 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bæði sögulegar og samtíðarfrásagnir hans, liafa einfalda og hlykkjalausa (að vísu ekki alveg venjulega) uppistöðu undir vefnum. í „Sjálfstæðu fólki“ var efnið fall fátæks, þverlynds og ósveigjanlegs bónda, stækkað og eins og þjappað saman í helgisögnina um ofmetnað og ósigur einstaklingshyggjunnar. I „Ljósi heimsins" lýsir Laxness með nauðalíkri og þó ósambærilegri, töfrandi táknmynd sigri ungs skálds, „sigri í myrkrinu" sem varla verður greindur frá ytri ósigri og jaðrar við algert hrun. Hvernig hafa þessir töfrar gerzt og hvemig hefur þetta mátt takast? Þessu verður ekki svarað nema með skipulegri, samvizkusamlegri greiningu á skáldverkinu, en fáeinar bendingar má setja fram. Að því er ég bezt veit hefur enn ekki verið samin sú krítíska greinargerð fyrir skáldskap Halldórs handa lesendum okkar sem hann á skilið, og við verðum að þreifa okkur áfram meðan við bíðum eftir henni, en til slíkrar greinargerðar þarf fullkomna þekkingu á móðurmáli skáldsins, sem hann beitir bersýnilega af fullkominni list. Ilreppsómaginn foreldralausi, Ólafur Kárason, hefur auk fátæktar sinnar og heilsuleysis fengið að gjöf hreinleik hugar og hvata, takmarkalaust sakleysi sömu tegundar og hjá Mysjkin, Kristsímyndinni í hinni miklu háspekilegu skáldsögu Dostojefskis. En hreinleikur hvatanna er hreinleikur skálds, ekki frelsara. Ólafur er miklu fremur dýrlingur fegurðarinnar og skáldskaparins, sem „beygir hjá“ í sjálfu munaðarleysi sínu og ótruflaðri einfeldni. Snillingurinn sem trauðlega verð- ur greindur frá fífli gengur furðulega ósnortinn gegnum fátækt og veikindi, gegn- um ytri óþrifnað og innri óþverra. Snillingstökin sem Halldóri fatast aldrei í fjöl- breyttum tilbrigðum halda Ólafi á lofti og þó furðulega rótföstum í öllum gráman- um. Táknmyndir ævintýris og lielgisögu eru alltaf bráðlifandi með í leiknum, og sumir hátindarnir — t. d. hin yfimáttúrlega lækning Ólafs og ástarævintýrið með Vegmey — eins og vefa saman í eina heild skáldadrauminn og veruleik dagsins. Turður veruleikans og óljós sannleiki draumanna blandast í skáldinu sjálfu. En Laxness lætur líka hárfína kaldhæðni og bjarta gamansemi, sem hikar ekki við bullandi kátínu, leika um þennan undarlega, einmana seytján ára pilt, og við það fær vegferð hans um veruleikann líka svip af furðulegum ævintýrum riddarans Don 'Quijotes. Alveg meistaraleg er gamansemin og skopið í köflunum um liina dyggða- ríku ungmey, heimasætuna Magnínu, sem sefar hugmyndahungur piltsins með lestri úr hryllilegustu kristilegri reyfarasögu til þess að reyna að seðja kynhungur sjálfrar sín með æsingunni einni saman; eða í kynnunum af fulltrúum mannkyns- ins eins og skáldinu, framkvæmdamanninum og andans manninum, en með þeim hæðir Laxness hræsnarana, stundum með baneitraðri ádeilu. En eins og hjá Martin- son — bókin getur stundum minnt á skáldsögur hans um ævi sjálfs sín — lifir jafn- framt í þessari margþættu helgisögn óvenjulegt skaplyndi, sem ekki verður hönd á fest og rennur úr greipum, í leyndum tengslum við bæði stórveldi fslands: nátt- úruna og skáldaerfðirnar. Hæfileiki Halldórs til þess að töfra fram leiftursnöggt eða með breiðum dráttum svip og hugblæ strandar milli sjávarkletta er snilldin sjálf. Eins öruggt, hálft í hvoru eins og ósjálfrátt, er bergmálið sem látlaust kveður við úr íslenzkum skáldskap. Sænskur sveitahöfundur gæti tæplega lýst eins lifandi og blátt áfram og jafnframt skapað að nýju andrúmsloft og lífsstíl bæja okkar og hjá-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.