Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Side 106
96
hrynjandi ljóða hans, hann ræður ekki
neinni streymandi mælsku og músikkin
leikur ekki undir og yfir Ijóðlínum hans.
Við nánari kynni hef ég þó fyrirgefið
Steini þetta að mestu og er fús til að
viðurkenna hann sem lyrikker, og það
er einmitt hinn lyriski skáldskapur hans,
sem mest ber á í bókinni 100 kvæði.
Hvað segja menn t. d. um Atlantis?
Verk það, sem Snorri Hjartarson hef-
ur leyst af hendi í vali kvæðanna í bók
þessa, virðist mér vera unnið af trú-
mennsku, en hefði þó kosið, eins og áður
er drepið á, að bókin gæfi gleggri mynd
af fyrstu ljóðabók skáldsins. Ýmis kvæði
eru þó ekki í bókinni, sem gaman hefði
verið að fá með, t. d. Hin hljóðu tár,
Eftirmæli, Akvarell (sem skilyrðislaust
átti að koma með), Biðin, Sultur, Uni-
versitas Islandiae og Börn að leik, en
ekki verður á allt kosið, ef kvæðin hafa
endilega átt að vera 100, — og vissulega
er það fögur og rúnn tala.
Ýrnsir gerðu sér vonir um, að spámað-
ur væri upp risinn, er Steinn Steinarr
kom fram á sjónarsviðið, — spámaður
alþýðunnar, er skildi breyskleika hennar
og syndir, takmarkanir og auðnuglöp og
syngi henni það ljóð, er hún hafði beð-
ið eftir. — Og vissulega er Steinn Stein-
arr sem skáld alinn af alþýðu þessa
lands. En hann hefur ekki þolað kjör
hennar sem skyldi. Hann hefur gengið
undir eldraun hungurs og harðréttis, en
hann,
„ .. sem horfði úr húmi langrar nætur
á heimsins blökku dýrð og reis á fætur
með jódyn allra jarða mér í blóði“
hann hefur hingað til reynzt of „lágur til
hnésins" til þess að verða sá spámaður,
sem koma skal. Hann hefur unnið sér
skáldheiti, og hann verður alltaf talinn
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
góður gestur tuttugustu aldarinnar. En
hann hefur ekki sett sér upp ræðustól til
að þruma frá yfir alþjóð. Hann ber ekki
í pontuna og þaðan af síður hoppar hann
í henni. Hann á ekki til neina þrumu-
raust, er veki af svefni sofandi sauði
þessa lýðs, í list hans er enginn stormur,
er æsi höf, eldingar rjúfa ekki himnana
og björgin klofna ekki og fjöllin hrynja
ekki. En samt eru þessi ljóð ort fyrir al-
þýðu þessa lands, og henni er þó fremur
viðreisnarvon, ef hún les þau og skilur.
Ó. H.
Steinn Steinarr:
Tíminn og vatniS.
Útgefandi: Helgafell, Rvík.
Enda þótt maður sé ekki sammála eink-
unnarorðum þessarar bókar:
A poem should not mean
But be
og þekki ekki verk höfundar þeirra — og
hafi raunar fulla löngun til að snúa þeim
við: A poem that does not mean can not
be — þá getur maður engu aÖ síður les-
ið bókina og a. m. k. reynt að njóta þess,
sem hún hefur að bjóða.
I bók þessari eru 13 stutt kvæði, nafn-
laus og án allrar yfirskriftar utan núm-
ers. Sá frágangur gæti freistað manns til
að halda, að nafn bókarinnar: Tíminn
og vatnið, eigi við öll kvæðin og sé eins-
konar Ijóskastari, er lýsi upp dul þeirra
og myrka framsetningu. En af fyrirsögn-
um nokkurra kvæða, þar sem þau hafa
áður birzt á prenti, er augljóst, að svo
er ekki, t. d. birtist kvæði nr. 1 í Tíma-
riti Máls og menningar, 2. hefti 1946, og
bar þar yfirskriftina: Tíminn og vatnið.
I sama tímaritshefti var kvæði nr. 10 og
hét þar: Tunglskin um haust. Nr. 8 birt-