Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 107
UMSAGNIR UM BÆKUR 97 ist í tímaritinu Helgafelli, 3. árg., 66. bls., og hét þar: Hvítt og blátt. Þar er kvæðið tvö erindi, skráð með lögbund- inni stafsetningu og tilheyrandi greina- merkjum. I bókinni er kvæðið stækkað þannig, að þessi tvö erindi eru gerð að fjórum og tvær Ijóðlínur fengnar úr hverri einni, utan þeirri síðustu. I tíma- ritinu Ritlist og myndlist hafa birzt kvæðin nr. 9, 11 og 13, og nefndust þau þar: Þrjú helgiljóð. Voru þau þar í þess- ari röð: 11, 9, 13. í IV. árg. Helgafells, 18. bls., eru þrjú kvæði eftir Stein. Tvö þeirra eru nr. 7 og 12 í bókinni, nr. 7 ör- lítið breytt: „meðan sorg mín glitraði" verður: „Og sorg mín glitraði“. Einnig hafa kvæðin nr. 2, 3, 5 og 6 birzt í Tíma- riti Máls og menningar, 1. hefti 1947, og nr. 4 í sama tímariti, 2. hefti 1949, og bar þar nafnið: Tarok. Það er óbreytt að stafsetningu og öllum frágangi í bók- inni. Kvæði nr. 3 er smávegis breytt. Það er fjögur erindi í tímaritinu, fyrsta er- indið að vísu stutt: „ég“, en í bókinni er því sleppt, og í síðasta erindi er fyrstu ljóðlínu breytt: „meðan tíminn hvarf“ verður: „Og tíminn hvarf". Sams konar breytingu hefur skáldið gert á nr. 1, fyrstu ljóðl. síðasta erindis: „meðan tíminn og vatnið“ verður: „Og tíminn og vatnið". Annars eru kvæðin óbreytt í bókinni að því undanteknu, að nú hefst hver ljóðlína á stórum staf, en stór staf- ur fannst hins vegar ekki í kvæðunum, þar sem þau birtust áður (sbr. þó, það sem áður er sagt um nr. 8 og 4). Þetta virðist benda til þess, að Steinn Steinarr sé horfinn frá þeirri villu, að stór stafur sé lesinn eins og h'till stafur,en staffræð- ingar munu þó segja hann enn í villu og vandséð, hvort síðari villan sé ei verri hinni fyrri, enda þótt Steinn geti nú sér til stuðnings vitnað til Steingríms Thor- Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1951 steinssonar, sem tvímælalaust verður að teljast skáld, þar sem hann rímaði öll sín ljóð og er þar að auki dauður. Kvæðin nr. 3, 5, 7, 10 og 12 eru mjög svipuð að formi, og er nr. 10 (Tungl- skin um haust) gott dæmi um form og list þessara ljóða: Á sofinn hvarm þinn Fellur hvít birta Harms míns Um hið veglausa haf Læt eg hug minn fljúga Til hvarms þíns Svo að hamingja þín Beri hvíta birtu Harms míns » Það skyldi enginn ætla, að þetta sé auðvelt ljóðform, og mér virðist Steini hafa orðið það fullerfitt, t. d. er fyrsta erindi þessa kvæðis ekki nægilega fast tengt hinum tveimur og fellur ekki nægi- lega vel inn í 1 jóðið. Samt er þetta yndis- legt kvæði, þótt ekki sé það stórt, og Ijóðvakinn er skyldur lyrikk íslenzku þjóðvísunnar og trega mansöngvanna, en fremur til orðinn fyrir sams konar sálræn viðbrögð en að hann sé beint frá þeim runninn. Miklu heilla er kvæði nr. 7, en það er raunar ljóðræn perla. Annars hef ég ýmislegt við bók þessa að athuga. Hún er of lítil í fleiri en ein- um skilningi. Ég finn of lítinn lífvaka í henni, of litla grósku. Sumt bendir meira að segja til ófrjósemi andans, eins og t. d. þetta í kvæði nr. 9: Ég sá myrkrið fljúga Eins og málmgerðan fugl Ut úr moldbrúnum höndum mínum 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.