Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 113
UMSAGNIR UM BÆKUR
103
kostnað eðlilegs máls og ljósrar íram-
setningar.
En hversu margt sem finna má að
þessari frumsmíð Thors Vilhjálmssonar
hefur hann einna sterkast svipmót hinna
ungu skálda og er ástæða til að hjóða
hann velkominn í hópinn og vænta þess
að hann láti til sín taka í bókmenntun-
um. Kr. E. A.
Eggert Stefánsson:
Lífið og ég I.
Utgef. Isafoldarprentsmiðfa
h.f. Reykjavík 1950.
„A maður nokkum tíma að fara frá
Tjörninni?" spyr Eggert Stefánsson
söngvari á fyrstu blöðum þessarar bók-
ar sem segir frá lífinu og honum. Þó
varð Eggert eitt af þeim óskabörnum Is-
lands á tuttugustu öld er þráðu ekkert
öðru framar en leggja undir sig heim-
inn, eða réttara sagt leggja undir Island
heiminn, láta rödd landsins hljóma sem
víðast um byggðir jarðar. Sú hefur orð-
ið raunin á um Eggert að hann eirði
ekki við Tjömina, en hefur alla ævi,
og 1. des. 1950 varð hann sextugur, ver-
ið á ferð og flugi um heiminn, í borgum
Evrópu og Ameríku. Lífið og ég segir
frá fyrstu ferðum hans, söngnámi á
Norðurlöndum, í London og Milanó. Eða
var hann í veruleik við nám? Hann
dreymir um heiminn, sig og ísland; lif-
ir, ef rétt má ráða af bókinni, ekki síð-
ur í draumi en við nám, svo að hvort-
tveggja, veruleiki og óskir, þenjast í
marglitan vef eða svífandi roðagyllt
ský. „Lífið og listirnar fengu nýja
merkingu, og öll veröldin." En upp-
spretta að öllu í huga söngvarans er fs-
land. Og hve það ísland er hreint, og
háleitt í sínum óskum! Og hvílíkt
draumúðarmál var þá talað! „Fjallkon-
an, í töfraljóma síns hreinleika, hafði
opinberazt, og hugurinn hafði skyndi-
hratt verið heima við uppsprettulindir
anda síns ... ísland yrði maður að lifa
fyrir hvar sem maður væri...“ En hví
þá þessir stórveldisdraumar íslendings,
spyr hann sig: „Það var friðarins land
... Það var frá þessu friðarástandi lands-
ins um aldir, sem þessi trú kom. Það var
heilagt land friðarins þar sem manneskj-
an átti greiðan veg til andlegrar full-
komnunar. Hið heilaga land friðar, þar
sem maðurinn gengur til altaris náttúr-
unnar og fær ofurkraft þess sem drekk-
ur hennar seiðmagn."
Þessi uppspretturíka trú á landið er
andinn í bók Eggerts, æviferill hans
ekki nema fletimir sem hún speglast í.
Bókin er eins og hann sjálfur draum-
mynd af íslandi, ofin gleði hans og
hiyggð yfir því hvemig draumurinn hef-
ur rætzt og rætzt ekki. Og hefur veröld-
in nokkum tíma verið Eggerti raun
veruleg nema til hálfs? Hann segir í
bókarupphafi: „Tjörnin var miðdepill
veraldarinnar. Stjömurnar tindruðu,
glitruðu og dönsuðu í djúpi hennar og
voru lifandi ljósvemr, deplandi og hlæj-
andi móti barnsaugunum, er störðu nið-
ur í djúpið. I Tjöminni endurspeglað-
ist hið dularfulla líf kveldsins, þegar
kyrrt var og logn.“ Og hefur Eggert í
dýpra skilningi nokkum tíma farið frá
Tjörninni? „Yeröldin var unaðsleg end-
urspegluð í Tjörninni," segir hann. „Líf
ið og ég“ er sú veröld, Eggert eins og
við þekkjum hann og elskum, endur-
speglun himinsins í Tjöminni, veröldin
endurspegluð í íslandi, draummynd
tuttugustu aldarinnar, hinn hái svipur