Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 115
UMSAGNIR UM BÆKUR 105 snörpum vindi, ef ekki hérna megin graf- ar, þá hjá straumfögrum elfum veiði- guðsins. Ó. J. s. Sveinn AuSunn Sveinsson: Leiðin ló til Vesturheims. Keilisútgá/an 1950. Þessi saga fjallar um ungan mann, er í ■upphafi síðustu heimsstyrjaldar fer til Vesturheims til að lesa þar við háskóla. Með fulltingi frænda síns þar vestra og annarra góðra manna er honum veittur námsstyrkur, sem gerir honum kleift að hefja nám. Hann hefur ærnar gáfur til að bera, hefur gefið út eftir sig smá- sagnasafn og virðist að minnsta kosti á yfirborðinu hafa allmikla reynslu og vera sæmilegur heimsborgari. Hann er tuttugu og fimm ára og ætlar að lesa ensku og bókmenntir. Lífið virðist blasa við þessu glæsimenni, en við erum ekki langt komin í lestrinum, þegar okkur er gefið í skyn, að fleira en menntaáhugi og framaþrá hafi knúið hann til vestur- ferðar. Hann er á flótta undan sjálfum sér, hinn duli maður, sem býr yfir leynd- um hörmum. í háskólanum hittir hann fyrir mislitan hóp frá mörgum þjóðlönd- um, eignast vini og virðist öllum vel. Prófessorarnir meta hann mikils og skólabræður hans, sem flestir eru yngri en hann, leita ekki til einskis ráða hans. Meðal annarra kynnist hann dóttur kennara síns og fellir hug til hennar. En líkt og hann er látinn segja við sjálfan sig í eintali sálarinnar — þessi eintöl sálarinnar eru eins og viðlag gegnum alla bókina —: hann gengur ekki heill til skógar. Sýnin um ungu stúlkuna, sem drekkti sér vegna hans, ásækir hann. Hann er ákveðinn að ganga sína götu einn. En ástin magnast. Þau finna bæði, að þau eru sköpuð hvort fyrir annað. En hún hefur sitt markmið og sínar skyld- ur, og hann er alltaf jafn ósveigjanlega ákveðinn að verða píslarvottur ástarinn- ar, svo þau gera rólega upp við sig sak- irnar: Þau ætla ekki að njótast. Þau skilja. Þetta er uppistaðan, en inn í hana eru ofnir margir þættir. Grunntónninn er þannig söknuður, ástasorg. Það hefur oft verið höfundum skammur vegur til vinsælda að velta sér í ástarrómantík, og er það ekki sparað hér. Að því leyti gæti sagan hafa verið skrifuð eftir upp- skrift „best-seller“rómana. En höf. á annað markmið. Sú viðleitni hans að sýna okkur þ^erskurð af amerísku lífi er virðingarverð. Og þó að fæstir af þeim Vesturheimsbúum, sem fram koma í bókinni, verði manni minnisstæðir, kynnist maður allvel hugsunarhætti þessara smáborgara. Góð er hin stutta lýsing á frændanum Erni Garðarssyni og heimili hans. Gamla konan, sem átti þá ósk eina að fá lúku af íslenzkri mold ofan á kistulokið, er snör andstæða hinna metorðastritandi afkomenda hennar. Af öðrum aukapersónum eru þeir bezt gerðir Pólverjinn Jósef Korsak og Frakkinn Pétur Derval. í „Pistlum af sjálfum mér,“ sem eiga að vera minning- ar frá síðustu dögum hins síðarnefnda, nær höf. mestri stemningu. Dauði Der- vals er notaður til að magna stemningu bókarinnar, og þegar hér er komið er tónninn orðinn svo sentimental að nálg- ast væmni. Jafnvel ráðsettur maður eins og Prófessor Lankin er látinn tala um ástina eins og gert var á nítjándu öld- inni, eða kannski öllu heldur eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.