Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Page 120
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ekki fremur en annað; t. d. er á bls. 4 tvívegis prentað Kalmanstungu, en hdr. hefur á báðum stöðum Kalmars- (sbr. að í uppskrift Jóns Erlendssonar á Sturlubók Landnámu kemur tvisvar fyrir myndin Kalmarsár); 1073 Herjúifslæk- ur: Herjólfslækur; 11419 Fossdalur: Fossadalur; 12113 Réttarvötn: Réttar- vatn (prentað svo hvað eftir annað rétt á eftir, en ranga myndin samt tekin upp í registur). 4. I útgáfunni eru svörin tölusett til hægðarauka, hvort sem þau eru það í handritunum eða ekki. Nú vantar víða svör í töluröðina, og skyldi lesandinn þá ætla að svo væri einnig í handritinu. En því fer fjarri. Víða er sleppt úr svörum án nokkurra athugasemda. Þessi svör eru að vísu ávallt neikvæð, og venjulega lítið eða ekkert á þeim að græða, en hins veg- ar nær vitanlega engri átt að fella þau þegjandi úr textanum af þeirri ástæðu einni, enda eru víða prentuð svör sem eru nákvæmlega sama kyns; og til að fullkomna samkvæmnina er á bls. 160 getið um að svar vanti í hdr. við tveimur spurningum, en þetta kemur fyrir miklu víðar án þess að á það sé minnzt. Eg hef rekizt á milli 30 og 40 svör í handritinu, sem felld eru niður í útgáfunni (á bls. 12—13, 22, 24, 31, 59—61, 73—74, 90), en ábyrgist ekki að þar með sé upp talið. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki að- eins óþolandi í fræðilegri útgáfu á merku heimildarriti, heldur sóðaskapur sem ætti helzt ekki að sjást í nokkurri bók. Auk þess er lesandinn beinlínis dreginn á tálar með loforðum í formála sem ekki er staðið við í texta. Það er ekki skemmtilegt að þurfa að kveða svo að orði um útgáfu á jafnmerkilegu riti og þessu. En ég hef verið svo margorður um þetta efni til þess að gera mitt til að framhaldi útgáfunnar megi verða sá sómi sýndur sem hún á skilið. Aths. Eftir að þessi grein var skrifuð hefur birzt ritdómur um bókina eftir Árna Böðvarsson cand. mag. (í Tíman- um 12.—13. jan. þ. á.). Þar eru talin fleiri dæmi um vinnubrögð útgefanda, og eru sum þeirra ennþá verri en þau sem hér hafa verið nefnd. J. B. íslenzk rit síðari alda. 4. Spánverjavígin 1615. Jónas Kristjánsson bjó til prentun- ar. 5. Móðars rímur og MóíJ- ars þáttur. Jón Helgason bjó til prentunar. Kaupmanna- höjn 1950. — HiS íslenzka frœSafélag. Fykir rúmum tveimur árum hóf Fræða- félagið útgáfu á nýju safnriti með nafni því sem að ofan greinir. I því eiga að koma út undirslöðuútgáfur á ritum frá 16.—18. öld. Forstöðumaður safnritsins er Jón prófessor Helgason, og þarf þá ekki frekari útlistunar á því að hér munu ekki birtast aðrar útgáfur en þær sem geri skil fyllstu kröfum um nákvæmni og vandvirkni. Fyrra bindi þeirra tveggja sem hér eru nefnd hefur gefið út ungur íslenzkur fræðimaður, cand. mag. frá Háskóla íslands, sem um skeið hefur dvalizt í Kaupmannahöfn undir handarjaðri Jóns Helgasonar, og er þessi bók fyrsta verk hans. Hér eru gefin út tvö rit um víg Spánverja á Vestfjörðum 1615: Sönn frásaga Jóns lærða og Víkings rímur eft- ir ókunnan höfund vestfirzkan, ef til vill Jón nokkurn Gottskálksson á Vatneyri. Sönn frásaga hefur verið prentuð áður, en eftir lélegu handriti og heldur illa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.