Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Qupperneq 123
UMSAGNIR UM BÆKUR
113
hrömunar, en það er eftirtektarvert, að
í flestum tilfellum var ásókn hirðingja
með beitarfé sitt upphafið, ellegar jarð-
vegurinn píndur um getu fram vegna of
mikillar fólksfjölgunar.
Frá þessum viðskiptum er skýrt í síð-
ari hluta bókarinnar, er nefnist „Ræn-
inginn“. Sá hluti er fréttabréf frá vestur-
vígstöðvum „hinnar hljóðu heimsstyrj-
aldar“. Ef dæma mætti eftir blöðum og
tímaritum hins svonefnda menntaða
heims, er sannarlega tíðindalaust á þeim
vesturvígstöðvum, en þessi bók Osboms
sýnir okkur eitthvað annað.
Hann rekur þessa sögu í hinum ýmsu
hlutum heims og skal það ekki endur-
tekið hér, en það væri holl lesning hverj-
um einasta hugsandi manni. Eitt atriði
er þó vert að athuga nánar, nefnilega að
bera saman, hverjum tökum landvernd-
armálin eru tekin í tveimur höfuðlönd-
um heimsins, Bandaríkjunum og Ráð-
stjórnarríkjunum.
Landspjöll í Bandaríkjunum af völd-
um rányrkju eru einhver óhugnanlegasti
kaflinn í herferð mannanna gegn nátt-
úrunni hingað til; „í allri sögu mann-
kynsins þekkjast engin dæmi jafn ofsa-
legra og óhóflegra skemmda," skrifar
Osbom. En augu margra Bandaríkja-
manna hafa opnazt fyrir því, hvert stefn-
ir. Það var auðvitað engin tilviljun, að
á ámm New Deal-stefnu Roosevelts for-
seta var ráðizt í hið mikla landvemdar-
fyrirtæki, áveituna í Tennesseedalnum,
sem heimsfrægt er orðið undir nafninu
T. V. A. (Tennessee Valley Authority),
og nokkrum árum seinna var Landvemd-
arstofnunin (Soil Conservation Service)
sett á stofn. En eftir frásögn Oshoms er
enn langt í land til þess, að almenningur
geri sér ljósa hættuna. Og spekúlantam-
ir eru vitaskuld samir við sig, hugsa ekki
Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1951
um neitt annað en eigin gróða. í hinum
mörgu og miklu „þjóðgörðum" í Banda-
ríkjunum hefur tekizt að bjarga stóram
landsvæðum frá rányrkjunni — a. m. k.
um skeið. En nú reyna hirðingjahöfð-
ingjar vorra tíma — nautgripaeigendur
í Bandaríkjunum að sölsa líka undir sig
beitilönd í þjóðgörðunum. „Og ef þess-
ar árásir tækjust, niyndu þær valda al-
veg óbætanlegu tjóni í mörgum víðlend-
um héruðum, en náttúruauðlindir þeirra
stuðla nú að velferð allrar þjóðarinnar,“
skrifar Osborn.
Mitt í þessari formyrkvun mannlegrar
skammsýni og græðgi, sést einn virkileg-
ur ljósgeisli, og hvort sem mönnum lík-
ar betur eða verr, kemur hann austanúr
Ráðstjómarríkjunum. Mér þykir ótrú-
legt, að Fairfield Osborn sé kommúnisti„
en hann er vísindamaður. Og sem slíkur
hefur hann komizt að niðurstöðum, sem
pólitískir hatursmenn Ráðstjómarríkj-
anna eiga kannski erfitt með að kingja.
Hann fullyrðir nefnilega, að síðan ráð-
stjórnin hófst til valda þar eystra, hafi
átt sér stað gagnger breyting á afstöðu
þjóðarinnar til landsins. Hugsunarháttur
rányrkjunnar hefur orðið að víkja fyrir
nýju siðferðilegu viðhorfi til náttúrunn-
ar. Osbom gefur fróðlegar upplýsingar
um landverndaraðgerðir ráðstjórnarinn-
ar, og skulu þær ekki raktar nánar hér.
En síðan bók hans kom út, hafa slík tíð-
indi gerzt í landvemdarmálum austur
þar, að mér þykir hlýða í þessu sam-
bandi að minnast aðeins á þau. Hér er
nefnilega um að ræða hið stórkostlegasta
fyrirtæki, sem nokkru sinni hefur verið
í ráðizt í sögu mannkynsins.
Á Volgusvæðinu fyrir norðan Kaspía-
haf, bæði í austur og vestur, er nú hafin
mesta skógplöntun, sem um getur. Þama
eiga að vaxa upp heil net af skóga-
8