Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 129
UMBOÐSMENN MÁLS OG MENNINGAR
119
þekkti frá fyrsta degi, eins og á ókunn-
um stað, en sú virtist þá skoðun margra
-á skólabekk kennaraskólans. Ævistarf
mitt dæmi ég ekki, en heima hef ég
starfað."
Um Mál og menningu segir Bjarni:
„Mér dylst ekki að sú ágæta stofnun
hefur ákveðna lífsstefnu í grunn og vill
bjóna henni í hvívetna. „Þú skalt ekki“
•er forskriftin. Þessvegna eru bækurnar
Endurminningar Nexös og Lífsþorsti fé-
lagsbækur. En í sjálfu sér er lítill vandi
að sýna mönnum svaðið við bæjardyrn-
ar og sorann sem leitar á vitund manns-
ins og vill manngildið feigt. Ég held að
Mál og menning mætti sín meira á menn-
ingarbraut sinni, ef það hefði hlýju og
vinarþel að uppistöðu og ívafi klæðinu
mikla, er það býður félagsmönnum að
■svífa á um blásal heimskringlunnar, svo
nærri bústað og hugarheimi mannsins
að lífið blasi við, túlkað með sams kon-
•ar hugarþeli og Afi og amma Eyjólfs á
Hvoli. Það þarf að vísu meiri manndóm
til þess að sýna heilbrigt mannlíf en
víxlsporin. En félagsskapur, sem hefur
mannheillir á stefnuskrá sinni, ætti
sannarlega að athuga með alúð, hvort
•ekki sé heilsusamlegra að vera sólar-
anegin í miðlun sinni.“
Þó að Bjami segi okkur þannig ó-
■spart til syndanna, hefur það ekki dreg-
ið úr starfi hans, heldur tengja hann ein-
hver sterk bönd Máli og menningu, eða
hann á til svo frjálslyndan menningar-
hug að hann getur eigi síður metið
félagið og unnið fyrir það, þó að hann
sé ekki í öllu sammála þeim skoðunum
sem ýmsar bækur þess flytja.
Þorvaldur Hjálmarsson er umboðs-
maður Máls og menningar í Hvítársíðu.
Hann er fæddur að Háafelli 12. marz
Þorvaldur Hjálmarsson
1920, stundaði nám í Reykholtsskóla
veturna 1937—38 og 1939—40, en hef-
ur að öðru leyti dvalizt heima og stund-
að landbúnaðarstörf. Síðan 1940 að fað-
ir hans dó, hefur hann rekið búskap á
Háafelli ásamt bróður sínum og móður
sinni.
Þorvaldur er einn af þeim umboðs-
mönnum, sem vill láta auka útgáfu Máls
og menningar, þó að árgjaldið verði að
hækka. Hann segir í svari sínu til okk-
ar: „Ég tel það rétt að hækka árgjaldið
um helming, því að það er mín skoðun
að það verði vinsælla heldur en verða
að draga úr útgáfunni með óbreyttu ár-
gjaldi. — Ég tel ekki ástæðu til, að
gamlir félagaryfirgefi félagið fyrir þessa
hækkun, þar sem þeir eiga von á'auk-
inni útgáfu, því það þekkja allir, sem
eitthvað hafa keypt af bókum, að ekki
fæst sæmileg bók fyrir minna en 60—-
100 kr.“