Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 6
JÓIIANNES ÚR KÖTLUM
Ræða
jlutt að lokum julltrúajundar Samtaka hernámsandstœðinga í Valhöll á Þingvöllum
10. september 1960.
ÆRU saniherjar!
Vér lifum á sannkallaðri furðu-
öld. Svo að segja á snöggu auga-
bragði hafa vísindin opnað mannkyn-
inu möguleika sem taka fram öllum
draumórum skálda og spámanna. Vél-
tæknin hýður upp á síaukinn hraða,
síminnkandi erfiði og sívaxandi hag-
sæld — ef hinum nýju öflum væri ein-
göngu beint í ])á átt. Oss er að verða
kleift að komast upp á liæstu fjalls-
tinda og niður í neðstu sjávardjúp og
vegurinn til stjarnanna er að verða
fær. En öllum þessum furðum fylgir
áður óþekkt áhætta. Hún er í því fólg-
in að hinn forni bölvaldur mannkyns-
ins, stríðsguðinn, hefur sölsað undir
sig hin tvísýnu reginöfl sem leyst hafa
verið úr læðingi. Þessvegna stendur
nú gervallt mannkyn frammi fyrir
geigvænlegri sjálfsmorðshættu sem
mörgum reynist erfitt að gera sér
fulla grein fyrir.
Herir tveggja mótstríðandi hag-
kerfa standa nú andspænis hvor öðr-
um, búnir svo hryllilegum eyðingar-
tækjum að tilhugsunin ein veldur ör-
væntingarfullum svima. Forustu-
menn allra þjóða viðurkenna að vísu
í orði að í kjarnorkustyrjöld myndi
enginn sigra, en allir tapa og megin-
hluti mannkynsins farast eða verða
að dauðadæmdum skrímslum. Þeir
segjast vera sammála um að þriðju
heimsstyrjöldina megi aldrei heyja,
en geta þó ekki komið sér saman um
neina leið til að hindra það, heldur
halda áfram sama tryllta vígbúnaðar-
kapphlaupinu.
Þeirri kenningu vex þó stöðugt
fylgi að friðsamleg sambúð hinna
tveggja óliku hagkerfa sé möguleg og
sjálfsögð, en þó bundin algerri út-
rýmingu kjarnorkuvopna og þar næst
allsherjar afvopnun, unz eftir sé al-
þjóðalið eitt til þess að halda uppi
lögum og reglu í heiminum. Þetta er
auðvitað það eina takmark sem viti
bornum þjóðum er sæmandi að stefna
að — og það er heilög skylda hvers
einasta heiðarlegs manns á jörðunni
að stuðla að því að því verði náð.
244.