Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 6
JÓIIANNES ÚR KÖTLUM Ræða jlutt að lokum julltrúajundar Samtaka hernámsandstœðinga í Valhöll á Þingvöllum 10. september 1960. ÆRU saniherjar! Vér lifum á sannkallaðri furðu- öld. Svo að segja á snöggu auga- bragði hafa vísindin opnað mannkyn- inu möguleika sem taka fram öllum draumórum skálda og spámanna. Vél- tæknin hýður upp á síaukinn hraða, síminnkandi erfiði og sívaxandi hag- sæld — ef hinum nýju öflum væri ein- göngu beint í ])á átt. Oss er að verða kleift að komast upp á liæstu fjalls- tinda og niður í neðstu sjávardjúp og vegurinn til stjarnanna er að verða fær. En öllum þessum furðum fylgir áður óþekkt áhætta. Hún er í því fólg- in að hinn forni bölvaldur mannkyns- ins, stríðsguðinn, hefur sölsað undir sig hin tvísýnu reginöfl sem leyst hafa verið úr læðingi. Þessvegna stendur nú gervallt mannkyn frammi fyrir geigvænlegri sjálfsmorðshættu sem mörgum reynist erfitt að gera sér fulla grein fyrir. Herir tveggja mótstríðandi hag- kerfa standa nú andspænis hvor öðr- um, búnir svo hryllilegum eyðingar- tækjum að tilhugsunin ein veldur ör- væntingarfullum svima. Forustu- menn allra þjóða viðurkenna að vísu í orði að í kjarnorkustyrjöld myndi enginn sigra, en allir tapa og megin- hluti mannkynsins farast eða verða að dauðadæmdum skrímslum. Þeir segjast vera sammála um að þriðju heimsstyrjöldina megi aldrei heyja, en geta þó ekki komið sér saman um neina leið til að hindra það, heldur halda áfram sama tryllta vígbúnaðar- kapphlaupinu. Þeirri kenningu vex þó stöðugt fylgi að friðsamleg sambúð hinna tveggja óliku hagkerfa sé möguleg og sjálfsögð, en þó bundin algerri út- rýmingu kjarnorkuvopna og þar næst allsherjar afvopnun, unz eftir sé al- þjóðalið eitt til þess að halda uppi lögum og reglu í heiminum. Þetta er auðvitað það eina takmark sem viti bornum þjóðum er sæmandi að stefna að — og það er heilög skylda hvers einasta heiðarlegs manns á jörðunni að stuðla að því að því verði náð. 244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.