Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 10
THOR VILHJÁLMSSON Að vera agn Rœfta jlutt á útijundi Samtaka hernámsandstœðinga í Reykjavík 11. september 1960. NÚ eru fimmtán ár síðan atóm- sprengjan féll á Hiroshima. Þá hættu mennirnir að geta treyst því að börn þeirra hefðu jörð til að ganga á. Síðan hefur lífið á jörðunni búið í skugga hinnar eitruðu súlu sem steig upp af Hiroshima og rauf himinþak mannlegs öryggis. Og við höfum búið við óttann síðan og ör- yggisleysið. Þessi sprengja hefur um- turnað hugmyndaheimi okkar, síðan miðast allt við hana. A þessu ári er haldin minningarhátíð í borginni Hiroshima, nýtízku borg sem er hyggð yfir þetta voðalega sár sem allt mannkynið var sært. Og Japanar senda menn um allan heim til að minna á hættuna sem ógnar öllu fólki og forða því að við gleymum því sem gerðist 6. ágúst 1945, fyrir fimmtán árum. Japönsk læknisdóttir, Nagai Kay- ano, sem var fjögurra ára þegar sprengjan sprakk í Nagasaki mundi eftir því að stór og sterkur vindur hafði kornið og kastað henni um koll og hún þorði ekki um sinn að standa upp né færa hendur frá eyrum, en þegar hún gerði það heyrði hún ekki lengur flugurnar suða í hitanum og opnaði þá augun. Sprengjan hafði komið niður handan við allhátt fjall sem skifti borginni og hún sagði mörgum árum síðar að hinumegin við stóra græna fjallið hefði verið eitt- hvað stórt mikið rautt einsog tré sem náði alveg upp í himininn. Það var stórt stórt tré úr eldi. Og efst uppi var það alltaf að opnast og opnast, það var alveg eins og það væri lifandi. Það hólgnaði og tútnaði út og það teygðist ofar og ofar, hærra og hærra — einsog reykur úr strompi, segir hún og við finnum að það er verið að segja frá einhverju svo voðalegu að því ná ekki orð hvorki barna né full- orðinna, og hvað eftir annað kemur þessi fráleita friðsama mynd af reykn- um úr strompi fram í frásögnum jap. anskra vitna frá Nagasaki, - þetta fór hærra en himinninn, segir Kayano lilla frá Japan: í gegnum himininn. 248
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.