Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 13
AÐ VERA AGN músum sem syngja svo dátt að lok- um. Þessir aödáendur Mússa Mátt- uga ætla kannski vinum sínum í her- stöð Bandaríkjanna að henda á lofti væntanleg flugskeyti með líkum hætti og súpermúsin í teiknimyndinni sem ekkert beit á. Kannski þeir hafi ekkert frétt af þessum nýju vopnum? Sam- kvæmt því sem nú er á vitorði hvers meðalsnoturs manns er það óvéfengj- anlegt að ísland verður ekki varið þeim sem þangað vill sækja í ófriði. En til hvers á þá að vera erlendur her á íslandi? Hverjir vilja hafa hann? Og hversvegna? Sumir segja í sinn hóp: hvernig eigum við að halda þessum góðu lífskjörum sem við höfum haft ef við missum fjár- aflatækifæri hersetunnar. Þessi frægu lífskjör eru nú þegar á nokkru undan- haldi hjá almenningi. Ennþá þurfa þó sumir að selja Ameríkumönnum sem- ent, olíu eða frostlög, egg, vinnuafl eða félagsskap. Sumir þurfa að aka vörubíl fyrir Ameríkumenn án þess að afsala sér launum í þágu sameigin- legra varna frjálsra ríkja. Sumir halda sig við það að Ameríkanar séu good guys og talsverðir kavalerar, ör- látir á tyggigúmmí og nylonsokka og ónízkir á sultutau. Aðrir þurfa Amer- íkumenn til að hjálpa sér í pólitíkinni. Ef þessar ástæður eru hafðar uppi er ekki mjög hætt við svörtum bletti á tunguna þess vegna. En sá fyrirslátt- ur að herinn sé hér til þess að hjarga okkur úr surtarloga er hin herfileg- asta móðgun við þá sem ekki hafa veðsett skilningarvit sín, og það mætti segja mér að nú komi á daginn að þeir séu fleiri en hinir. Nú er sá uppi nýjastur að okkur bjóðist að afhenda Bandaríkjamönn- um hafnir fyrir ein hættulegustu víg- tæki þeirra, kjarnorkukafbátana. Þeir geta farið um öll höf, og ekki kvað vera hægt að miða þá og hvergi á vísa að róa nema í bækistöðvunum, til að granda þeim. Einn slíkur kaf- bátur fór milli Atlantshafsríkja í kurt- eisisskyni en þegar hann kom til Kaupmannahafnar urðu Danir skelk- aðir. H. C. Hansen sem þá var for- sætisráðherra flýlti sér að afþakka þessa kurteisi vegna þeirrar hættu sem vitrustu menn töldu fylgja svona verkfæri og sögðu ekkert vit að hleypa því inn í stórborgarhöfn. Og Danir eiga vitra menn og heimsfræga á sviði kjarnorkuvísinda. Hér stöndum við til þess að af- þakka þá kurteisi, þá lífshætlulegu kurteisi Bandaríkjamanna að hafa hér her, og neitum þeirn um gróður- mold fyrir hið rauða eldtré dauðans sem japanska barnið sá fyrir 15 árum vaxa upp í himininn og hærra en him- inninn, og við viljum ekki lána land okkar undir velli handa flugvélum þeirra til að fljúga á sólina svo allt verði að fullu kalt og dimmt. 251
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.