Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 21
SKULI ÞOKÐARSON
Forræðið í Austur-Asíu
FRÁ landaíundatímabilinu fram á
20. öld lágu mikilvægustu sigl-
ingaleiSir heimsins um Atlantshaf og
helztu stórveldin áttu lönd að því. Nú
er öldin önnur. Kyrrahafið að Ind-
landshafi meðtöldu er nú langtum
mikilvægara en Atlantshaf. Að því
fyrrnefnda liggja fjölmennustu og
víðlendustu ríki veraldar, en sum
þeirra voru fyrir aðeins tveim ára-
tugum annaðhvort hálfnýlendur eða
nýlendur hinna vestrænu stórvelda —
Kína, Indland, Indónesía —. Auk
þessara síðastnefndu landa eiga bæði
Bandaríki Norður-Ameríku og Ráð-
stjórnarríkin lönd að Kyrrahafi; er
þó enn ótalið það ríki, sem fremur
öllum öðrum á veldi sitt og viðgang
undir yfirráðum á Kyrrahafi, en það
er Japan.
A síðari hluta 19. aldar, þegar stór-
veldi Evrópu voru að keppast við að
ná tangarhaldi á eyjum og ströndum
Kyrrahafs, tóku Japanar að semja sig
að siðum þeirra, tóku upp tækni
þeirra og vopnabúnað. Undir aldar-
lokin gerðust þeir þátttakendur í
kapphlaupi stórveldanna um yfirráð-
in þar eystra. Hin herskáa yfirstétt
hugðist gera Japan að forysturíki við
austanvert Kyrrahaf og tók upp sams
konar landvinningastefnu og Evrópu-
stórveldin. 1894—1895 háðu þeir
sty rjöld við Kína, unnu af þeim Tai-
wan og Fiskimannaeyjar og neyddu
þá til að viðurkenna sjálfstæði
Kóreu, sem áður hafði talizt til Kína-
veldis. Eftir sigursæla styrjöld við
Rússa, 1904—1905, náðu Japanar
tangarhaldi á Kóreu og fengu suður-
hluta Sakhalin. Fyrir áhrif Th. Roose-
velts skyldu bæði Rússar og Japanar
flytja her sinn burt úr Manchúríu, er
átti að lúta Kínverjum. Skyldu allar
þjóðir hafa jafnan rétt til viðskipta
þar. Bandaríkjamönnum þóttu Japan-
ar vera farnir að gerast umsvifamikl-
ir þar eystra og litu þá óhýru auga.
Eftir þessa styrjöld taldist Japan til
stórveldanna og var fremsta ríkið í
Asíu.
Heimsstyrjöldin fyrri gaf Japönum
hið ákjósanlegasta tækifæri til að
hefjast handa um nýja landvinninga
259