Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 23
FORRÆÐIÐ í AUSTUR-ASÍU ara stétta og hinna fjölmennu en fá- tæku millistétta reis mikil óánægju- alda um þær mundir. Hinn gífurlegi herkostnaður hvildi langmest á þess- um stéttum, en fáeinir auðhringar græddu offjár. Óánægjan með hern- aðarstefnu stjórnarinnar reis hæst um 1923—25, er það kom í ljós, hve lítið Japan bar úr býtum í hlutfalli við þær fórnir sem alþýðan hafði fært. Um skeið sat því að völdum stjórn, er tók upp friðsamlega utan- ríkismálastefnu og var andvíg mikl- um herbúnaði. En árið 1931 náðu þó hernaðarsinnar völdunum þótt meiri- hluti þjóðarinnar væri andvígur þeim. Þá var heimskreppan í algleym- ingi og hin vestrænu stórveldi áttu við mikla erfiðleika að striða. Not- uðu Japanar þá tækifærið og lögðu undir sig Manchúríu, en þar eru mikil náttúruauðæfi sem Japana skorti tilfinnanlega, kol, járn og mjög verðmæt landbúnaðarframleiðsla. Ekkert samkomulag varð milli stór- veldanna um að reisa rönd við of- beldi Japaha. Kínastjórn var einskis megnug vegna innanlandsstyrjaldar. Japanar gátu því haldið þessum ráns- feng sínum án íhlutunar annarra ríkja og aðstaða þeirra í Austur-Asíu styrktist mjög. Á næstu árum innlim- uðu þeir svo enn fleiri héruð í Norð- ur-Kína, og 1937 hófu þeir enn ófrið á hendur Kínverjum og hugðust leggja undir sig allt land þeirra. í fvrstu unnu þeir marga sigra og tóku mörg mikilvægustu héruð og borgir landsins herskildi. Þeir gátu þó aldrei unnið neinn fullnaðarsigur og stríðið dróst á langinn. Með landvinningum Japana í Kína var hagsmunum Breta og Bandaríkja- manna þar stefnt í voða. Sambúðin við Ráðstjórnarríkin var svo slæm sem verið getur milli ríkja sem eiga ekki beinlínis í ófriði, enda var út- þensla Japana í Kína ógnun við þau. I september 1939 gerðu Japanar handalag við Þjóðverja og ítali. Það handalag beindist gegn Rússum, Bret- um og Bandaríkjamönnum, en hinar síðastnefndu þjóðir veittu Kínverjum nokkra aðstoð í styrjöldinni gegn Japan. Eftir ósigur Vestur-Evrópuríkj- anna fyrir Þjóðverjum árið 1940 töldu stjórnmálaleiðtogar Japans að nú væri hið langþráða tækifæri kom- ið til að framkvæma djörfustu drauma hinna japönsku heimsvalda- sinna og mynda hið mikla Austur- Asíu stórveldi undir forræði Japana, en það skyldi auk Japans sjálfs ná yfir Kína, Austur-Indland, Indónesíu og flestar eyjar í Kyrrahafi suður að Ástralíu. Bandaríkin ein voru þess megnug að standa gegn fyrirætlun þessari. Þau fóru að auka aðstoð við Kína og takmarka sölu brotajárns og hergagna til Japans. Bretar og hol- lenzka útlagastjórnin hertu og and- ófið gegn yfirgangi Japana. 1941 gerðu hinir síðastnefndu griðasátt- 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.