Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 25
FORRÆÐIÐ í AUSTUR-ASÍU einstök í sinni röð fyrir þá sök, að þar er bannað að Japan hafi herbún- að af nokkru tagi og lýst yfir því, að japanska þjóðin muni alltaf hér eftir afsala sér rétti til að heyja styrjöld eða beita hótunum og ofbeldi til að setja niður deilur milli þjóða. Hvers- konar hervæðing er stjórnarskrár- brot. í Tokyo var dómur settur yfir stríðsglæpamönnum, sem starfaði til 1949 og dæmdi um 700 til dauða og um 2250 til fangelsisvistar. Meðal hinna dauðadæmdu voru nokkrir háttsettdr herforingjar og stjórnmála- menn. A fyrsta ári hernámsins var herinn allur leystur upp, svo og allar stofn- anir sem tilheyrðu honum; ennfrem- ur voru öll félög þjóðernissinna er stóðu í sambandi við herinn leyst upp og meðlimir þeirra sviptir rétti til að gegna'opinberum embættum. 011 her- gagnaframleiðsla var bönnuð og þungaiðnaður lagður niður. Eignir Japana erlendis voru gerðar upptæk- ar. Nokkrat ráðstafanir voru gerðar til að leysa upp auðhringana; en minna varð þó um framkvæmdir en til stóð. Langmikilvægasta breytingin sem gerð var í efnahagsmálunum að frumkvæði hernámsyfirvaldanna var á sviði landbúnaðarins. Fyrir her- námið voru um 70% allra japanskra bænda annaðhvort að nokkru eða öllu leyti leiguliðar; kjör þeirra voru afleit. Á árunum 1947—1949 keypti ríkið og seldi aftur leiguliðum 5.800.000 ekrur lands. Voru þá 92% allra jarða í Japan orðin bænda eign. Japanskir bændur segja, að bóndi, sem ekki á jörð, sé eins og sálarlaus maður. Árið 1949 höfðu langflestir japanskir bændur öðlazt „sál“. Sjálf. ur Mac Arthur fór ekki dult með það, að þessi „landbúnaðarbylting“ var gerð til þess að koma í veg fyrir, að japanskir bændur færu að dæmi stéttarbræðra sinna í Kína og hölluð- ust að kommúnisma. Hinir japönsku sjálfseignarbændur áttu að verða máttarstólpi kapítalistiskra stjórnar- hátta. Á þeim áratug, sem síðan er liðinn, hefur velgengni farið vaxandi meðal japanskra bænda, verðlag hef- ur hækkað, afrakstur landsins aukizt og fjárfesting í landbúnaði verið meiri en nokkru sinni áður. Vegna aukinnar kaupgetu bænda hefur heimamarkaðurinn fyrir iðnaðarvör- ur aukizt; en sú aukning er afar mikilvæg fyrir iðnaðinn. Á sviði stjórnmála eru japanskir bændur miklu áhrifameiri nú en nokkru sinni áður; breytingar á skattalögum til hagsbóta fyrir þá liafa verið gerðar; verðlagsákvæði hafa verið sett í sama tilgangi. Áður báru stjórnmálamenn „mikla um- hyggju fyrir landbúnaðinum, en enga fyrir bændum“. Þrátt fyrir ofannefndar kjarabætur eru vandamál japanskra bænda mikil 263
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.