Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og torleyst. Jarðirnar eru litlar og yfirleitt ekki til skiptanna. Mikill hluti unga fólksins verður að fara til bæjanna í atvinnuleit. Auk þess verð- ur sennilega erfitt fyrir smábændur að halda jörðunum þegar til lengdar lætur. En hverjar sem afleiðingar þessarar „landbúnaðarbyltingar“ verða er hún vafalaust einhver mesti atburður í sögu japanskra bænda. Ennþá er afstaða hinnar japönsku bændastéttar til hernaðarsamningsins við Bandaríkin mjög óljós. Mun meginþorri þeirra telja sig standa í þakklætisskuld við Bandarikin og reynast þeim hliðhollur, eða heimta þeir raunverulegt fullveldi Japans? Frá því árið 1868, er japanska stjórnin tók að beita sér fyrir iðn- væðingu landsins, þaut þar upp iðn- aður svo hratt, að fá dæmi voru til slíks á þeim dögum. í fyrstu hafði ríkið sjálft að mestu frumkvæðið og átti hin nýju iðnaðarfyrirtæki, en smátt og smátt komust þau í eign ein- stakra manna og félaga. Þegar heims- styrjöldin síðari skall á réðu fáeinar auðmannaættir, Zaibatzu, yfir öllum stóriðnaði landsins. Aðaláherzlan var lögð á að framleiða fyrir erlendan markað bæði af því að kaupgeta al- mennings var sára lítil og til þess að geta keypt erlend hráefni, en sjálft Japan framleiðir aðeins örlítið af þeim hráefnum sem iðnaðurinn þarfnast. En hann er sumpart rekinn af fáeinum risafyrirtækjum, sumpart af ótal mörgum örsmáum fyrirtækj- um — eins konar heimilisiðnaður. Helmingur japanskra verkamanna vann árið 1947 í fyrirtækjum með að jafnaði færri en 5 verkamenn. Á síðasta áratug hefur iðnaður Japana vaxið með fádæmum. Verkalýðurinn er fjölmennari og betur skipulagður en áður; um 6,6 milljónir verka- manna eru nú í verkalýðsfélögum, en þau eru höfuðundirstaða hinnar sós- íalistisku verkalýðshreyfingar í Jap- an, höfuðvígi friðar-, lýðræðis- og hlutleysisstefnu, höfuðandstæðingur hernaðar- og landvinningastefnu og þá auðvitað hins nýja hernaðarsamn- ings milli Japana og Bandaríkja- manna. Á árunuin 1949—50 gerðust þau tíðindi í Austur-Asíu, er gerbreyttu öllum stjórnmálaviðhorfum þar. Sumarið 1949 unnu kommúnistar í Kína fullan sigur á Kuomintang- stjórninni, og hrökklaðist Chang Kai Shek til Taiwan og hefur hafzt þar við síðan í skjóli Bandaríkjamanna, sem þegar í upphafi sýndu hinu ný- stofnaða Kínverska alþýðulýðveldi fullan fjandskap. Hin mikla andúð flestra leiðandi stjórnmálamanna i Bandaríkjunum á Kínverska alþýðu- lýðveldinu stafar ekki einungis af því að þar sitja kommúnistar að völdum, heldur líklega miklu fremur af því, að þar er risið upp miklu meira stór- veldi en Japan nokkru sinni hefur X 264
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.