Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR litið svo á að Bandaríkin hafi þröngv- að sáttmálanum frá 1951 upp á Jap- ana, sem væru því varla ábyrgir fyrir honum. Nú væri öðru máli að gegna; svo yrði litið á, að Japanar hafi gert samning þennan af frjálsum vilja. Káðstjórnarríkin og Kína myndu telja Japana bera fulla ábyrgð á hon- um. Sambúðin við þessi öflugu riki myndi versna. Mjög mikilvæg eru ákvæðin um herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Sámkvæmt sáttmálanum ber að vísu setuliðsstjórninni skylda til að hafa samráð við japönsk stjórnarvöld um hernaðaraðgerðir utan Japans, sem ekki eru gerðar til að verja land- ið sjálft. Nishi bendir á, að þessi skuldbinding sé lítils verð. Ef t. d. styrjöld brytist út á Taiwan-sundi eða rnilli Norður- og Suður-Kóreu, myndi setulið Bandaríkjanna í Japan þá að sjálfsögðu ekki sitja hjá og myndu þá Japanar lenda í þann ófrið. Haruhiko Nishi minnist og á þá grein samningsins, þar sem ákveðið cr að allar aðgerðir samningsaðila eigi að vera í samræmi við lög og ákvarðanir Sameinuðu þjóðanna, en ýmsir telja að þessi grein samnings- ins sé nægileg trygging fyrir því að Bandaríkjaher hafist ekkert ólöglegt eða hættulegt að á japanskri grund. Nishi telur þessa skoðun algerlega ó- raunhæfa. Þegar til kæmi yrði Japan að fylgja Bandaríkjunum í styrjöld hvað sem vilja þjóðarinnar liði. Landfræðileg staða Japans gagnvart Rússlandi og Kína sé líka margfalt verri en Bandaríkjanna. Nishi álítur og að taka verði til al- varlegrar athugunar greinina sein fjallar um sameiginlegar varnir Bandaríkjamanna og Japana, ef árás yrði gerð á herstöðvar hinna fyrr- nefndu í Japan. I greininni segir, að slík árás yrði skoðuð sem árás á jap- anskt land; mætti þá Japan nota rétt sinn til sjálfsvarnar og myndi lenda í stríðið með Bandaríkjamönnum. Samningurinn skuldbindur Japana til að bervæðast eftir föngum og leggja á sig miklar íjárhagslegar byrðar í þeim tilgangi. Með sáttmálanum skuldbinda Bandaríkjamenn sig til að verja Jap- an gegn árás eins og raunar með sátt- málanum 1951. Nú geta þeir ekki staðið við þá skuldbindingu, ef um kjarnorkuárás væri að ræða. Skuld- bindingin er því einskis verð, en hins vegar er öllum hættum boðið heim með hinum nýja sáttmála. Frá sjónar- miði Kína og Ráðstjórnarríkjanna er í honum fólgið hernaðarbandalag gegn þessum ríkjum. Japan er alger- lega í fjandaflokki þeirra. Síðan í fyrra, þegar Haruhiko Nishi lét í ljós framangreindar skoð- anir á sáttmálanum, hefur andstaðan gegn honum magnaazt um allan helm- ing bæði utan þings og innan. Þegar Kishi forsætisráðherra lagði hann fyrir þingið í vor varð hann að beita 270
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.