Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
litið svo á að Bandaríkin hafi þröngv-
að sáttmálanum frá 1951 upp á Jap-
ana, sem væru því varla ábyrgir fyrir
honum. Nú væri öðru máli að gegna;
svo yrði litið á, að Japanar hafi gert
samning þennan af frjálsum vilja.
Káðstjórnarríkin og Kína myndu
telja Japana bera fulla ábyrgð á hon-
um. Sambúðin við þessi öflugu riki
myndi versna.
Mjög mikilvæg eru ákvæðin um
herstöðvar Bandaríkjanna í Japan.
Sámkvæmt sáttmálanum ber að vísu
setuliðsstjórninni skylda til að hafa
samráð við japönsk stjórnarvöld
um hernaðaraðgerðir utan Japans,
sem ekki eru gerðar til að verja land-
ið sjálft. Nishi bendir á, að þessi
skuldbinding sé lítils verð. Ef t. d.
styrjöld brytist út á Taiwan-sundi eða
rnilli Norður- og Suður-Kóreu, myndi
setulið Bandaríkjanna í Japan þá að
sjálfsögðu ekki sitja hjá og myndu
þá Japanar lenda í þann ófrið.
Haruhiko Nishi minnist og á þá
grein samningsins, þar sem ákveðið
cr að allar aðgerðir samningsaðila
eigi að vera í samræmi við lög og
ákvarðanir Sameinuðu þjóðanna, en
ýmsir telja að þessi grein samnings-
ins sé nægileg trygging fyrir því að
Bandaríkjaher hafist ekkert ólöglegt
eða hættulegt að á japanskri grund.
Nishi telur þessa skoðun algerlega ó-
raunhæfa. Þegar til kæmi yrði Japan
að fylgja Bandaríkjunum í styrjöld
hvað sem vilja þjóðarinnar liði.
Landfræðileg staða Japans gagnvart
Rússlandi og Kína sé líka margfalt
verri en Bandaríkjanna.
Nishi álítur og að taka verði til al-
varlegrar athugunar greinina sein
fjallar um sameiginlegar varnir
Bandaríkjamanna og Japana, ef árás
yrði gerð á herstöðvar hinna fyrr-
nefndu í Japan. I greininni segir, að
slík árás yrði skoðuð sem árás á jap-
anskt land; mætti þá Japan nota rétt
sinn til sjálfsvarnar og myndi lenda í
stríðið með Bandaríkjamönnum.
Samningurinn skuldbindur Japana
til að bervæðast eftir föngum og
leggja á sig miklar íjárhagslegar
byrðar í þeim tilgangi.
Með sáttmálanum skuldbinda
Bandaríkjamenn sig til að verja Jap-
an gegn árás eins og raunar með sátt-
málanum 1951. Nú geta þeir ekki
staðið við þá skuldbindingu, ef um
kjarnorkuárás væri að ræða. Skuld-
bindingin er því einskis verð, en hins
vegar er öllum hættum boðið heim
með hinum nýja sáttmála. Frá sjónar-
miði Kína og Ráðstjórnarríkjanna er
í honum fólgið hernaðarbandalag
gegn þessum ríkjum. Japan er alger-
lega í fjandaflokki þeirra.
Síðan í fyrra, þegar Haruhiko
Nishi lét í ljós framangreindar skoð-
anir á sáttmálanum, hefur andstaðan
gegn honum magnaazt um allan helm-
ing bæði utan þings og innan. Þegar
Kishi forsætisráðherra lagði hann
fyrir þingið í vor varð hann að beita
270