Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR straumi hleypt á stólinn. Hann hefur ennþá djúp brunamerki á báðum fótum. A fangelsisgöngunum hef ég hitt nýkominn fanga og kannast þar við Mo- hamed Sefta: „Fjörutíu og þrír dagar hjá fallhlífarhermönnum. Afsakaðu, ég á enn hágt með að tala. Þeir brenndu í mér tunguna.“ Og hann sýndi mér tætta tunguna. Ég hef séð fleiri. Ungur kaupmaður úr Arabahverfinu, Boua- lem Bahmed, sýndi mér löng ör á fótleggjunum. Þetta sýndi hann mér í fang- elsisvagninum, sem flutti okkur í herrréttinn: „Fallhlífarhermennirnir gerðu það með hníf. Ég hafði skotið skjólshúsi yfir mann úr þjóðfrelsishreyfing- unni.“ Hinumegin við vegginn, í álmu þeirri sem höfð er fyrir konur, eru ungar stúlkur, sem enginn hefur talað um: Djamila Bouhired, Elyette Loup, Nassima Hablab, Melika Khene, Lucie Coscas, Colette Grégoire og fleiri. Þær hafa ver- ið afklæddar, harðar, svívirtar af kvalasjúkum grimmdarseggjum, og einnig þær hafa verið píndar með vatni og með rafmagni. Hver einasti maður hér kannast við píslarvottinn Annick Castel. Fallhlifarhermaður nauðgaði henni, og þegar hún hélt sig vera ólétta, þráði hún ekkert nema dauðann. Allt þetta veit ég, þetta hef ég séð og heyrt. En hver er til frásagnar um allt hitt? Þegar menn lesa sögu mína, skulu þeir hugsa um hina „horfnu“ og um þá, sem óttalausir bíða dauðans, vissir í sinni sök, alla þá sem hafa kynnzt böðl- unum og hafa ekki hræðzt þá, alla þá sem standa andspænis hatri og pynding- um í öruggri vissu um nálægan frið og vináttu beggja þjóða okkar. Það gæti verið saga þeirra allra. Klukkan var 16, þegar undirforingi úr fallhlífaliðinu að nafni Cha... kom ásamt einum manna sinna og einum lögreglumanni heim á heimili Audins til að taka mig fastan. Kvöldið fyrir þennan miðvikudag, 12. júní, hafði vinur minn Maurice Audin, aðstoðarmaður við vísindadeild háskólans í Algeirsborg, verið handtekinn á heimili sínu, og lögreglan hafði skilið þar eftir varðmann. Það var hann, sem lauk upp hurðinni fyrir mér, þegar ég féll í gildruna. Ég reyndi árangurslaust að flýja, en lögreglumaðurinn, vopnaður skammbyssu, náði mér á fyrstu hæð, og við fórum aftur upp í íbúðina. Varðmaðurinn var mjög taugaóstyrkur og hafði gát á mér með öðru auga meðan hann símaði til aðalstöðva fallhlífaliðsins og bað um liðstyrk án tafar. Frá þeirri stundu, er undirforinginn kom inn í herbergið, vissi ég hvað beið mín. Hann hafði stóra alpahúfu á höfði, en lítið velrakað andlitið, þríhyrnt og hornmjótt eins og nef, brosti samanbitnum vörum: 278
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.