Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 43
RANNSÓKNIN móts við brjóstið á mér. Hann studdi höndum á mjaðmir eins og sigurvegari. Hann horfði beint í augu mér og reyndi eins og yfirboðarar hans að skjóta mér skelk í bringu. „Heyrið þér nú,“ sagði hann, og málhreimurinn var eins og hjá Oraníu-búa, „lautinantinn ætlar að gefa yður dálítinn umhugsunarfrest, en svo talið þér. Þegar maður húkkar Evrópumann, fer maður betur með hann en „drumbana“. Það tala allir. Þér verðið að segja okkur allt — og ekki bara svolítinn part af sannleikanum, ha, heldur allt saman . ..!“ 1 kringum mig voru hermenn og hentu gaman að mér. „Af hverju koma félagar þínir ekki og leysa þig?“ „Hvað er hann að flatmaga þarna, þessi? Er hann að hvíla sig?“ Einn var illskeyttari: „Það ætti ekki að eyða tíma á svona blesa. Eg mundi afgreiða þá eins og skot.“ Kaldur vindsúgur var inn um gluggann. Ég fór að skjálfa af kulda að liggja þarna nakinn á plötunni. Þá sagði Lo.. . og brosti: „Eruð þér hræddur? Ætl- ið þér að tala?“ „Nei, ég er ekki hræddur, mér er kalt.“ „Þér þykizt vera einhver helja. Það fer af yður. Eftir kortér verðið þér fús til að tala.“ Ég lá þarna umkringdur af fallhlífahermönnum, sem höfðu mig að háði og spotti. Ég svaraði þeim engu, en reyndi að vera eins rólegur og ég gat. Loksins sá ég Cha. . ., Ir. .. og herforingja einn koma inn í herbergið. Hann var hár, grannur með samanbitnar varir, ör á kinninni, snyrtilegur og þögull: það var De... kapteinn. „Jæja, hafið þér hugsað yður um?“ Það var Cha. .. sem spurði. „Ég hef ekki skipt um skoðun.“ „Nú, hann getur þá sjálfum sér um kennt.“ Síðan sneri hann sér að hinum: „Það er betra að fara inn í herbergið við hliðina. Þar er Ijós. Það eru betri vinnuskilyrði þar.“ Fjórir fallhlífarhermenn lyftu plötunni, sem ég var bundinn á, og fluttu mig yfir í næsta herbergi, gegnt eldhúsinu. Þar lögðu þeir mig niður á steingólfið. Liðsforingjarnir komu sér fyrir í kringum mig, settust á hermannatöskur, sem menn þeirra færðu þeim. „Ah!“ sagði Cha. . ., alltaf jafn handviss um þann árangur, sem nást mundi. „Ég þarf að fá pappír og pappaspjald eða eitthvað hart til að hafa undir með- an ég skrifa.“ Honum var fengið spjald, sem hann setti við hlið mér. Þvínæst tók hann við rafkveikju úr hendi Lo..., mundaði hana fyrir ofan augun á mér 281
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.