Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og sagði, um leið og hann velti í lófa sér þessu tæki, sem píslarvottar höfðu hundrað sinnum lýst: „Þú þekkir þetta, er það ekki? Þú hefur oft heyrt talað um það? Þú hefur meira að segja skrifað greinar um það.“ „Það er misskilningur af yður að nota slikar aðferðir. Þér munuð sjá það. Ef þér hafið eitthvað að ákæra mig fyrir, þá skuluð þér fá mig í hendur dóm- stólunum. Þér hafið sólarhring til stefnu. Og ég kæri mig ekki um að þér þúið mig.“ Ég vissi vel, að þessi mótmæli voru ekki til neins, og að það var hlægilegt að fara fram á virðingu fyrir lögum og rétti undir þessum kringumstæðum og andspænis þessum hrottamennum, en ég vildi sýna þeim að þeir hefðu ekki beygt mig. „Byrjið,“ sagði Cha... Fallhlífarhermaður settist á brjóst mér. Hann var mjög brúnn á hörund, efri vörin brett upp í þríhyrning undir nefinu, því hann brosti gleiðgosalega eins og strákur, sem ætlar að fara að gera eitthvert sprell. Ég átti eftir að þekkja hann aftur seinna við vitnaleiðslur frammi fyrir dómara. Það var Ja. .. lið- þjálfi. Annar fallhlífarhermaður (frá Oran, eftir málhreim hans að dæma) var vinstra megin við mig, annar til fóta, liðsforingjarnir allt í kring, og fleiri voru í herberginu án þess þeir hefðu þar neitt að gera, en langaði eflaust til að sjá og heyra hvað fram fór. Ja. .., sem brosti án afláts, handfjatlaði í fyrstu fyrir augum mér klemmurn- ar, sem voru á enda straumleiðarans. Það voru litlar klemmur, ílangar og tenntar, „krókódilatengur“ heita þær á máli verkamannanna, sem nota þær við lagningu símalína. Hann festi aðra við snepilinn á hægra eyra mér, hina við litla fingur sömu megin. Skyndilega kastaðist ég upp í böndunum og öskraði af öllum mætti. Cha... hafði hleypt fyrsta straumlostinu á líkama minn. Það gneistaði lengi við eyrað á mér og ég fann að hjartað tók viðbragð í brjósti mér. Ég brauzt um æpandi og þandi mig svo að ég særðist, en Cha... stjórnaði straumlostunum, sem héldu áfram án afláts. Jafnótt lostunum hamraði hann sömu spurninguna: „Hvar ertu til húsa?“ Milli tveggja losta sneri ég andlitinu að honum og sagði: „Þér vaðið í villu. Þér eigið eftir að iðrast þess.“ Cha... varð ofsareiður og sneri á fullan straum: „í hvert skipti sem þú reynir að kenna mér siðina skaltu fá að finna fyrir því.“ Og þegar ég hélt áfram að veina, sagði hann við Ja...: „Fjandinn sjálfur, en sá hávaði í honum! Stingið upp í hann!“ Ja... kuðlaði saman 282
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.