Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 49
RANNSÓKNIN Eftir málhreimnum að dæma var hann frá Frakklandi. „Láttu hann í friSi.1' Það voru fyrstu mannlegu orðin sem ég heyrði. „Svona dela, það ætti að aflífa þá eins og skot,“ svaraði kvalari minn. Ég skalf í hnéliðunum, og til að verjast falli studdi ég enni og lófum á vegginn. Hann lét mig setja hendur aftur fyrir bak og batt saman úlnliðina með mjóu snæri. Þvínæst fleygði hann mér inn í klefa. Ég skreið á hnjánum að hálmbeð, sem var fast upp við vegginn. Ég reyndi að leggjast þar á grúfu, en beðurinn var allur settur gaddavír. Handan dyr- anna heyrði ég hlátur. „Ég setti hann hjá gaddavírsdýnunni.“ Það var enn hinn sami. Einhver svaraði honum: „Hann hefur samt grætt eina nótt til að gefa félögum sínum tíma til að sleppa.“ Snærið skarst inn í hold mitt, ég kenndi til í höndunum og það var sem axl- irnar ætluðu að bresta sundur, vegna þess hvernig handleggirnir voru sveigð- ir aftur. Ég nuddaði fingurgómunum við hrjúfa steinsteypuna til að láta blæða úr þeim og lina ofurlítið þrýstinginn í bólgnum höndunum, en mér tókst það ekki. í gegnum glugga hátt á veggnum sá ég rofa fyrir degi. Ég heyrði hanagal og ég reiknaði út, að fallhlífahermennirnir og liðsforingjarnir mundu vera svo þreyttir eftir næturerfiðið að þeir gætu ekki hafizt aftur handa fyrr en í fyrsta lagi kl. 9, að ég yrði því að nota þann tíma eins vel og ég gæti til að safna kröftum undir næstu „yfirheyrslu“. Ég velti mér af annarri öxlinni á hina á víxl og reyndi að slaka á, en líkami minn vildi ekki róast. Ég skalf án afláts og hvíldist ekki eitt andartak. Ég lamdi fótunum nokkrum sinnum í hurðina. Að lokum var mér anzað. „Hvað viltu?“ Ég vildi kasta af mér vatni. „Mígðu á þig,“ svar svarað hinumegin við þilið. Það var liöið á morgun þegar fallhlífarhermaður, sá sami sem hafði hneykslazt á hrottaskap starfsbróður síns, birtist í dyrunum og sagði: „Jæja, þér eigið að flytja yÖur.“ Hann hjálpaði mér á fætur og studdi mig upp stig- ana. Þeir enduðu uppi á geysimiklum svölum. Þar var sterkjusólskin og það- an sá yfir stóran hluta af El-Biar-hverfi. Af frásögnum, sem ég hafði lesið, rann það upp fyrir mér, að ég var staddur í þeirri bækistöð fallhlífarher- manna, þar sem Ali Boumendjel, hæstaréttarlögmaður í Algeirsborg, hafði lát- ið lífiö. Það var frá þessum svölum, sem kvalararnir sögðu að hann hefði kast- að sér til að „fyrirfara“ sér. Við gengum ofan annan stiga og í annan hluta byggingarinnar. Þar var ég lokaður inni í litlu, dimmu herbergi. Það var myrkrastofa, varla stærri en skápur. ÞangaÖ náði engin dagsbirta að skína. 287
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.