Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Einungis fáeinir ljósgeislar bárust inn um lítið loftgat ofarlega á veggnum. Ég staulaðist út í eitt hornið til að halla mér þar upp að og reyna að lina krampa- teygjurnar í öxlunum. Brátt fór að verða meiri umferð á göngunum. Húsið var að vakna, og ég bjó mig undir að sjá framan í böðla mína. En Ir.. . kom einsamall. Hann greip um herðar mér til að hjálpa mér á fætur og fór með mig fram að stigan- um. „Hérna er hann, höfuðsmaður,“ sagði hann. Fyrir framan mig var höf- uðsmaður fallhlífahermanna, klæddur í „dulbúning“ og með bláa húfu á höfði (þ. e. búningurinn er allur flekkóttur, svo erfitt sé að greina manninn frá umhverfinu. Þýð.). Hann var langur og ellilegur og fjarskalega horaður. Rödd hans var blíðleg og spozk, er hann sagði við mig: „Eruð þér blaðamað- ur? Þá hljótið þér að skilja, að við viljum fá upplýsingar.“ Hann hafði ein- ungis viljað sjá mig. Ég var fluttur aftur í skápinn. Ég var þar ekki lengi einn, því lítilli stundu síðar kom Ir. . . aftur. I þetta skipti var Cha. .. með honum og annar maður, sem hélt á rafkveikju. Þeir horfðu á mig frá dyrunum: „Þú vilt ekki enn tala? Þú veizt við hættum ekki fyrr en yfir lýkur.“ Ég hafði bak- ið við vegginn andspænis dyrunum. Þeir komu inn, kveiktu ljós og komu sér fyrir í hálfhring utan um mig. „Ég verð að fá ginkefli,“ sagði Cha. . . Ilann stakk hendinni í einn pokann, sem þarna var, og dró upp úr honum skítugt handklæði. „Láttu það eiga sig,“ sagði Ir. . . „Hann má góla, við erum í þriðja kjallar- anum.“ „Það er nú samt óskemmtilegt,“ sagði Cha. .. Þeir hnepptu frá mér buxunum, drógu niður um mig nærbrækurnar og festu rafklemmunum beggja megin í nárann. Þeir skiptust á um að halda á kveikj- unni. Ég æpti ekki nema í upphafi lostsins og í hvert skipti, sem straumnum var hleypt á aftur. Viðbrögð mín voru ekki nærri eins ofsaleg og þau höfðu áður verið. Þeir hljóta að hafa gert ráð fyrir því, úr því að þeir álitu nú ekki nauðsynlegt að binda mig við plötuna. Meðan þeir héldu áfram pyndingun- um heyrði ég gaul í hátalara, nýjustu dægurlög. Vafalaust kom músíkin frá matsal eða heimili rétt hjá. Hún yfirgnæfði að mestu hljóð mín og það voru þessar aðstæður, sem Ir. . . skírði nafninu „þriðja kjallara.“ Pyndingarnar vöruðu lengi og ég örmagnaðist. Ég féll ýmist til hægri eða vinstri. Annar und- irforingjanna stakk þá klemmu í andlitið á mér, þar til ég rétti úr mér. „Sem ég er lifandi maður,“ sagði Cha. .. „hann liefur gaman af þessu.“ Þeir báru ráð sín saman og ákváðu, að ég þyrfti að jafna mig. „Láttu þræðina vera á 288
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.