Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 51
RANNSOKNIN honum,“ sagði Ir. . . „úr því að við komum aftur.“ Þeir fóru og skildu klemm- urnar eftir í holdi mínu. Mér hlýtur að hafa runnið í brjóst, því mér fannst ekki nema svipstund lið- in, þegar þeir komu aftur. Og upp frá því hafði ég enga hugmynd um tíma. Ir. . . kom fyrstur inn, sparkaði í mig og sagði: „Setztu upp!“ Ég hreyfði mig ekki. Hann þreif í mig og keyrði mig út í horn. Rétt á eftir engdist ég á ný undan rafstraunmum. Ég lók eftir að viðnám mitt gerði þá hrottafengnari og taugaóstyrkari. „Við skulum reka það upp í hann,“ sagði Ir. .. „Opnaðu munninn,“ skipaði hann. Hann klenundi saman á mér nasirnar til að láta mig hlýða, og um leið og ég opnaði munninn til að anda, stakk hann berum rafþræðinum alveg upp i góm, en Cha. . . setti kveikjuna af stað. Ég fann hvernig straumurinn magnað- ist og hálsinn, kjálkarnir og allir vöðvar í andliti mínu, allt út í augnalokin, herptust saman svo sársaukinn varð meiri og meiri. Það var Cha. . ., sem nú hélt þræðinum. „Þér er óhætt að sleppa,“ sagði Ir. .., „hann tollir án þess að honum sé haldið.“ Það var satt, að straumurinn hafði soðið þráðarendana fasta við kjálkana, og hvað sem ég reyndi, gat ég ekki hreyft munninn. Augnalokin herptust saman, en fyrir augum mér sveifl- uðust eldmyndir, logandi munstur, og ég hélt að augu mín væru smátt og smátl að slitna út úr augnatóftunum, eins og ýtt væri á þau innan frá. Straumurinn hafði náð hámarki og kvalirnar því sötnuleiðis. Þær voru sem á hæsta stigi og ég hugði, að þeir gætu ekki gert mér meira illt. En ég heyrði Ir.. . segja við þann sem stjórnaði kveikjunni: „Hægðu á smám saman, hertu svo á aftur.“ Ég fann strauminn minnka og líkami minn, sem var allur stífur af krampa, linað- ist, en skyndilega þegar kveikjan var aftur sett á fullt, reif straumurinn mig í sig á ný. Til að hægja frá mér þessum öldugangi kvalanna tók ég að berja höfðinu af öllu afli við gólfið, og í hvert skipti varð það mér til nokkurrar fróunar. Ir. .. öskraði í eyrað á mér: „Reyndu ekki að drepa þig, þér tekst það ekki.“ Loksins hættu þeir. Fyrir augum mér sveifluðust ennþá glóandi línur og punktar og fyrir eyrum mér suðaði hávaði eins og í tannbor. Rétt á eftir fór ég að greina þá alla þrjá, sem stóðu fyrir framan mig. „Og nú?“ sagði Cha. . . Ég svaraði ekki. „Fjandinn sjálfur,“ sagði Ir. .., og rak mér roknalöðrung. „Heyrðu mig,“ sagði Cha. . . rólegri, „lil hvers er þetta allt saman fyrir þig? Þú vilt ekkert segja. Þá tökum við konuna þína. Þú heldur að hún standist TIMAIUT MALS OC MKNNINCAR 289 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.