Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 55
RANNSÓKNIN
arrar eftir höggunum, en ég var orðinn svo sljór að ég lokaði ekki einu sinni
augunum þegar höggin skullu á mér. Hann hætti að lokum og skipaði að
færa sér vatn. „Við erum búnir að reyna það, kapteinn,“ sagði Ir . . . Hann
tók samt við krúsinni og flöskunni, sem honum voru réttar. Fyrir augum mér
fór hann nú að umhella vatninu úr einu íláti í annað, eins og undirforinginn
liafði gert áður, og har flöskuna upp að munninum á mér án þess ég gæti
vætt varirnar. En hann setti hana vonsvikinn frá sér aftur, því ég gerði enga
tilraun til að drekka. Ég féll á hliðina. I fallinu setti ég flöskuna um koll.
„Það er betra að þurrka það vel upp,“ sagði Tr . . ., „annars getur hann sleikt
það.“
De . . . vék frá, en Ir . . . tók við af honum, hallaði sér yfir mig, brýndi
skræka röddina og öskraði: „Þú ert búinn að vera. Þetta er síðasta tækifærið.
Síðasta tækifærið. Til þess er kapteinninn kominn.“ Fallhlífahermaðurinn,
sem komið hafði inn ásamt Lo . . ., sat í einu horninu. Hann hafði dregið
skammbyssu sína úr hylkinu og athugaði hana þegjandi og opinskátt, eins og
hann væri að gæta að hvort hún væri í góðu lagi, þvínæst lagði hann hana á
hné sér, eins og hann biði eftir skipun. Meðan á þessu stóð hafði Lo . . . „sett
mig í samband“ og hann hleypti straumnum á í smárykkjum, en án sannfær-
ingar. Ég tók viðbragð við hvert lost, en það var annað, sem skelfdi mig.
Mér sýndist ég sjá á gólfinu upp við vegginn heljarmikla töng, vafða innan
í pappír, og ég reyndi að geta mér til um hvaða nýjar pyndingar það væru,
sem biðu mín. Ég ímyndaði mér, að með þessu verkfæri gætu þeir rifið af
mér neglurnar: ég varð um leið hissa, að það skyldi ekki skelfa mig meira en
það gerði, og mér var næstum huggun að minnast þess að ég liafði ekki nema
tíu neglur á fingrunum. Jafnskjótt og þeir höfðu slökkt ljósið og voru komnir
út, skreiddist ég að veggnum og komst að raun um að töngin var ekki annað
en vatnsrör, sem stóð út úr veggnum.
Mér veittist æ erfiðara að hugsa skýrt, án þess að hitasóttin hrifi mig burt
frá raunveruleikanum, en ég þóttist þó vita að þeir gætu ekki gengið lengra.
Slitur úr gömlum samtölum komu upp í huga mér: „Það eru takmörk fyrir
því hvað líkaminn þolir: Það kemur að því, að hjartað lætur undan.“ Þannig
dó hinn ungi félagi okkar Djegri, tveimur mánuður áður, í myrkrastofu í
Villu S . . ., á svæði útlendingahersveitarinnar hjá Fau . . . kapteini.
Þegar dyrnar opnuðust aftur nokkru seinna, sá ég Ir . . . koma inn ásamt
tveiin liðsforingjum, sem ég hafði ekki áður séð. Annar settist á hækjur sér
fyrir framan mig í dimmunni og lagði höndina á öxl mér eins og til að vekja
traust mitt: „Ég er fulltrúi M . . . kapteins.“ Þetta var Ma . . . undirforingi.
293