Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Blaðsíða 60
GUÐBERGUR BERGSSON Nöldur KONAN hjástraði við að laga netið á hænsnastíunni og teygði á því til að koma því betur yfir stærstu glompurnar, ýtti þeim hænum frá með fót- unum, sem sloppið höfðu út um götin, svo að þær næðu ekki í kornið í fatinu, sem stóð fullt við fætur hennar. Farið þið í burt, skammirnar ykkar, og hún tók upp fatið og setti það efst upp á stíuna. Hænurnar gögguðu ruglaðar. Konan hélt áfram að laga netið. Maðurinn kom fyrir hornið á 'íbúðarhúsinu og stefndi að kofanum, sem var áfastur við hænsnahúsið. Hann leit ekki á konuna. Þú ættir einhvern límann að gera við þessa stíu, það er skömtn að sjá hana, sagði konan án þess að lita upp og setti stein i horn á netinu til að halda þvi niðri. Maðurinn gekk nær og stanzaði við eitt horn stíunnar. Hann var klæddur eins og hann ætlaði eitthvað frá og hélt á staf. Fyrst athugaði hann þegjandi það, setn hún var að gera, síðan potaði hann stafnum nokkrum sinnum í netið og sagði: Hvað heldurðu að tjói að vera að gera við þetta; það er annað livort að fá sér nýtl net eða hætta að eiga þessar hænur. Konan teygði aflur á netinu til að koma því niður á jörð, en við það losnaði það frá þeim megin, sem maðurinn stóð og hún þurfti að ganga fyrir stíuna til að laga það aftur. ■ Svona farðu þarna frá og hættu þessu poti með stafnum, sagði hún þegar hún kom að horninu, sem ltann stóð við, og ýtti honum frá. Það má drabba allt niður og eyðileggja ef aldrei er að gert. Maðurinn gekk nokkur skref aftur á hak til að hleypa henni fram hjá sér. Konan strengdi aftur á netinu, fatið rann til á hliðina og nokkur korn runnu úr því niður í stíuna. Hænurnar fyrir innan þustu að. Að sjá hvað þessi kvikindi eru gráðug, sagði maðurinn hlæjandi, það er eins og þær hafi aldrei fengið mat. Og þær mættu víst drepast úr hungri fyrir þér, sagði konan. 298 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.