Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 63
NOLDUR
hurðina eftir opna. Maðurinn skellti hurðinni aftur. hún skall í falsið og opn-
aðist aftur til hálfs.
Eg get svarið það, að ég hef ekki skilið hurðina eftir opna. Um leið og hún
sagði þelta hætti hún við það seni hún var að gera og leit á manninn með vipr-
ur í kringum munninn. Svo heygði hún sig niður aftur og hélt áfram að leggja
niður steinana með jöfnum millibilum.
Þú ætlar þó víst ekki að fara að segja mér, að hurðin hafi opnazt af sjálfri
sér. Heldurðu að ég sé svo vitlaus?
Nú getur ekki verið að hann hafi opnað hana?
Hann? Hvernig hefur hann átl að geta velt steininum frá? Ekki þá netna þú
hafir látið hann það illa fyrir að hann hafi dottið. Maðurinn leit í kringum sig,
snérist í hring, opnaði betur hurðina og gægðist inn í kofann; leit svo á kon-
una og á netið. Og hvar er svo steinninn? — Þarna er hann. Þú hefur tekið
hann til að leggja ofan á þetta stiuræksni þitt. Og hundurinn strokinn rétt einu
sinni. Maðurinn bölvaði ráðalaus og snéri sér að konunni. Það er ekki . .., en
konan tók fram í fyrir honum.
Ef þú ællar að hæna þennan hund að þér, þá er ekki rétta ráðið að loka
hann alltaf inni. Þannig er ekki rétta ráðið að hæna dýr að sér.
En það er víst þá það rétta að hleypa þeim út og láta þau sleppa og strjúka?
Mér er alveg sama hvort það eru dýr eða menn, sagði konan með þunga,
jiað verður að hæna ])au að sér og láta Jjau finna góðvild, en ekki þessa illsku
og þjösnaskap eins og þú gerir. Og ef þú hefðir sýnt honum einhvern tímann
annað en illræti, jjyrftir þú ekki alltaf að vera á Jjönum að leita að honum um
leið og þú sleppir af honum augunum. Hún lét manninn ekki komast að. Það
Jjarf að vera meira og minna bogið við þann rnann, sem ekki getur hænt að sér
hund. Og Jjað er ekki nema von, að illa fari fyrir svoleiðis manni. Því síður
getur svoleiðis maður hænt að sér nokkurn lifandi mann. Það ætla ég bara að
leyfa mér að segja.
Konan þagnaði og horfði á manninn.
Já. já, Jjarna kemur þú og Jjín speki, sagði maðurinn með fyrirlitningu. Ég
er búinn að fara fimm eða sex sinnum niður í Jjorp til að ná í hann og Jjú sérð
jafnskjótt um að hann sleppi á ný.
Já, ég sagði þú, með allri þinni miklu góðvild. Hann ætti þó að hænast að
þér fyrst Jjú veizt svo vel hvernig á að hæna að sér dýr og menn. Hann lagði
fyrirlitningaráherzlu á þú og þér og breytti um tón. En sannleikurinn er sá, að
þú hænir engan að þér. Þú sérð það bezt á þessum hænum þínum. Þú þarft
301