Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 65
NOLDUK una. Svo gekk hún að stíunni og færði til steinana, því maðurinn hafði raskað hlutföllum þeirra við að taka steininn frá hinni kofahurðinni. Hún sat á hækj- um sér og gekk þannig á meðan hún jafnaði millibilin. Þegar hún var húin að jafnan bilin, leit hún á manninn, sem hafði horft á hana. Hann leit uncfan og á tréð. Eg verð bara að segja það, sagði konan og gekk að fatinu, beygði sig nið- ur, lyfti upp vinstri fæti og tók það upp. Svo bætti hún við og hélt fatinu dá- lítið út frá sér: Að ef ég er þrjózk og vitlaus, þá ert þú engu betri. Ég veit ekki betur en að það hafi verið síðast í gær, sem ég sagði við þig, að ef þú ætl- ar þér að halda þessum hundi þínum, þá væri eina ráðið að hæna hann að sér. Geturðu hjálpað mér hérna við smávegis, sagði maðurinn eins og hann hefði ekki tekið eftir því sem hún sagði. Ég get ekki komið fleyg í þetta tré. Konan stóð kyrr dálitla stund. Maðurinn gaut augunum á hana og síðan aftur á tréð. Það ætlar ekki að rifna. Hún svaraði engu, en gekk skáhallt í áttina til hans með fatið og eggin ultu í lögginni. Hún setti fatið frá sér við enda trésins og tók upp stóra trékylfu. Þegar tréð gengur út, sagði maðurinn og rétti henni einn tréfleyg, sláðu hann þá inn. Konan svaraði engu og setti hægri fótinn yfir tréð og snéri á móti mannin- um. Snúðu þér við, ef þú vilt ekki fá sleggjuna í hausinn, tréð gengur út í end- anum fyrst en ekki í miðjunni. Nú ef það gengur ekki út í miðjunni, þá skil ég ekki í að það' gangi út í endanum, sagði konan og snéri sér við. Það væri þá skrýtið tré. En það er nú samt ekki þar, sem þú átt að koma fleygnum í það. — Nú, ef þú vilt endilega, sagði maðurinn og hló, fá sleggjuna í hausinn, þá skaltu snúa þér á móti mér. 0, þú ert vís til að reka hana í hausinn á mér hvort sem ég sný á móti þér eða í þig baki. Ef þér býður svo við að horfa . . . Svona ekkert þrjózku þvaður, greip maðurinn fram í. Hérna. Og um leið og tréð opnast eitthvað, reyndu þá að koma fleygnum strax í. Konan settist næstum á tréð, tók tréfleyginn með annarri hendinni og með sleggjuna í hinni beið hún þess að tréð opnaðist. Maðurinn barði á járnfleyg- ana til skiptis. Ef ég hef tekið steininn frá, er eitt víst að ég hef látið hann fyrir aftur. Gengur það út? 303
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.