Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 74
ARNI IIILMAR BER'GMANN Vladímír Majakovsld Hið sólríka land Kákasus er þekkt af hrikalegum fjöllum, beljandi ám, fornum og fögrum þjóðum, fjöl- mörgurn töfrandi leyndardómum sög- unnar. A þessum slóðum virðist allt stórkostlegt, furðulegt og ævintýra- legt. Enda hefur þetta töfraland gegnt miklu hlutverki í rússneskum bók- menntum. Hingað sótti Púsjkín Fanga sinn, hér skrifaði Lermontof mörg beztu Ijóð sín, hér fékk Tolstoj efnivið í Kósakka og Khadzí-Múrat. Og árið 1893 fæddist Vladímír Maja- kovskí, merkasta skáld Rússa á tutt- ugustu öld hér í smáþorpinu Bagdalí í Grúsíu. Faðir Vladímírs var skógarvörður í þessu héraði og systur átti hann tvær. Þetta hefur verið ein af þessum mannelsku og hókelsku fjölskyldum fátækari menntamanna sem um lang- an aldur voru salt og krydd hins gamla Rússlands. Faðirinn aðstoðaði fátæka hændur eftir föngum, systurn- ar fengust við fagrar listir og dreifðu róttækum bæklingum, á kvöldin var lesið upp úr verkum beztu höfunda landsins. Vladímír fór hamförum um fjöll og gljúfur umhverfisins og las Jules Verne og Cooper eins og aðrir unglingar. En hann fékk einnig snema ást á Gogol, hinum mikla og raunamædda háðfugli, og hann hafði gaman af að skríða inn í tómar vín- ámur og lesa þaðan kvæði hátt og snjallt. Einnig teiknaði hann mikið, ákvað snemma að gerast listamaður. Fjölskyldan lét þetta gott heita. Árið 1902 er Majakovskí sendur í menntaskóla í borginni Kútaísí. Segir þar ekki frekar af högum hans fyrr en árið 1905, byltingarárið mikla. Þá var mikið um að vera í Kákasus, enda var ekki einungis um venjulega al- þýðukúgun að ræða í þeim héruðum, heldur bættust þar við svívirðileg þjóðakúgun, þjóðernisvandamál ým- iskonar. Uppþot urðu og kröfugöng- ur fóru um götur Kútaísí, átök urðu milli borgarbúa og kósakkaliðs. „Þetta var eldskírn mín,“ segir Maja- kovskí. Hann tók þátt í öllum þessum umsvifum eftir föngum og varð jafn- vel þess heiðurs aðnjótandi að vera barinn af Kósökkum. Þetta hafa hon- um þótt góðir dagar. Hann segir svo 312
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.