Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 77
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ
Gorkí var helzta von hinna róttæku,
raunsæu bókmennta. Hann hafði þeg-
ar fyrir aldamót veitt nýju blóði í
þessar bókmenntir: hinn rómantíski
uppreisnarkraftur prósaljóða hans og
sterkar ástríður og sannur hetjuskap-
ur þess fólks, sem hann tók með sér
úr djúpum þjóðlífsins og veitti veg-
legan sess i höllum bókanna. En hin
almenna andlega kreppa eftir bylting-
una 1905 hafði einnig sín lamandi á-
hrif á Gorkí. Hann skrifar að vísu um
þetta leyti Móðurina, hetjusögu hinn-
ar ungu verkalýðsstéttar. En næstu ár
þar á eftir á Gorkí í mikilli innri bar-
áttu: hann verður fyrir sterkum á-
hrifum frá tilraunum til að skapa ný
trúarbrögð, nokkurskonar sósíalistísk
verkalýðstrúarbrögð (skáldsagan
Skriftamál 1909). Þessi áhrif svo og
langvarandi dvöl hans á Capri, langt
frá rússneskum veruleik, verða til að
losa um tengsl hans við róttæk öfl í
Rússlandi.
Ósigurinn 1905 hafði, sem áður er
sagt, lamandi áhrif á öll róttæk öfl í
andlegu lífi. Hefst nú mikið blóma-
skeið fyrir dekadens,mystík allskonar
og hreint og klárt afturhald.Mikiðber
á tilraunum til að endurnýja og end-
urskapa trúarbrögðin. Mérézjkovskí
boðar trú hins „heilaga holds“, sam-
einingu hins „andlega“ kristindóms
og hinnar „holdlegu“ heiðni. Opin-
berunarbók Jóhannesar verður eitt
höfuðyrkisefni tímans; þess er beðið
að hestur dauðans birtist á strætum
borganna. Symbólistar ýmsir loka
eyrum fyrir háreysti ljótra stórborga,
flýja út í sveitir eða aftur í sögu, reisa
máske úr rústum hrunda kastala og
dómkirkjur miðalda og varpa á þá
bláu ljósi dularfullra líkinga. Mörg-
um er illa við félagsskap, alla ævi
vilja þeir „liggja undir skuggum
furutrjánna“ eins og Sologúb. Fjöldi
höfunda gerast herskáir afneitarar
hugsjóna, einlægrar sannfæringar og
mannlegrar samhjálpar. Það er eigin-
lega ekkert við að vera í heiminum
lengur. „Ég hata mannkynið,“ segir
Balmont; „hið eina ættland mitt er
eyðimörk sálar minnar“. Zínaída
Hippíus tekur undir: „Ég elska sjálfa
mig eins og Guð.“ Artsibasjef afneit-
ar hinni stoltu manngildishugsjón
Gorkís og segir: „maðurinn er í eðli
sínu auvirðileg skepna.“ Hann skrifar
bókina um Saníu, hina fullkomnu ó-
freskju handan allra mannlegra verð-
mæta. Geðsjúkdómafræðin leggur
undir sig hvern skáldsögudoðrantinn
af öðrum. Og dauðinn glottir herfi-
lega framan í lesendur af blaðsíðum
ljóðakveranna. Þetta er afar fróðlegt
tímabil; menn flýja veruleikann á öll-
um hugsanlegum farkostum. Þeir
menn, sem enn eiga sér vonir og
drauma eru efafullir, hikandi, veik-
hurða. Óskir þeirra eiga sér ekki
styrk skilnings eða ástríðu sannleik-
ans. Þeir eru ógæfusamir, því þeir
sætta sig ekki við efann og lífið.
Það er mikið um að vera í bók-
315