Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Síða 77
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ Gorkí var helzta von hinna róttæku, raunsæu bókmennta. Hann hafði þeg- ar fyrir aldamót veitt nýju blóði í þessar bókmenntir: hinn rómantíski uppreisnarkraftur prósaljóða hans og sterkar ástríður og sannur hetjuskap- ur þess fólks, sem hann tók með sér úr djúpum þjóðlífsins og veitti veg- legan sess i höllum bókanna. En hin almenna andlega kreppa eftir bylting- una 1905 hafði einnig sín lamandi á- hrif á Gorkí. Hann skrifar að vísu um þetta leyti Móðurina, hetjusögu hinn- ar ungu verkalýðsstéttar. En næstu ár þar á eftir á Gorkí í mikilli innri bar- áttu: hann verður fyrir sterkum á- hrifum frá tilraunum til að skapa ný trúarbrögð, nokkurskonar sósíalistísk verkalýðstrúarbrögð (skáldsagan Skriftamál 1909). Þessi áhrif svo og langvarandi dvöl hans á Capri, langt frá rússneskum veruleik, verða til að losa um tengsl hans við róttæk öfl í Rússlandi. Ósigurinn 1905 hafði, sem áður er sagt, lamandi áhrif á öll róttæk öfl í andlegu lífi. Hefst nú mikið blóma- skeið fyrir dekadens,mystík allskonar og hreint og klárt afturhald.Mikiðber á tilraunum til að endurnýja og end- urskapa trúarbrögðin. Mérézjkovskí boðar trú hins „heilaga holds“, sam- einingu hins „andlega“ kristindóms og hinnar „holdlegu“ heiðni. Opin- berunarbók Jóhannesar verður eitt höfuðyrkisefni tímans; þess er beðið að hestur dauðans birtist á strætum borganna. Symbólistar ýmsir loka eyrum fyrir háreysti ljótra stórborga, flýja út í sveitir eða aftur í sögu, reisa máske úr rústum hrunda kastala og dómkirkjur miðalda og varpa á þá bláu ljósi dularfullra líkinga. Mörg- um er illa við félagsskap, alla ævi vilja þeir „liggja undir skuggum furutrjánna“ eins og Sologúb. Fjöldi höfunda gerast herskáir afneitarar hugsjóna, einlægrar sannfæringar og mannlegrar samhjálpar. Það er eigin- lega ekkert við að vera í heiminum lengur. „Ég hata mannkynið,“ segir Balmont; „hið eina ættland mitt er eyðimörk sálar minnar“. Zínaída Hippíus tekur undir: „Ég elska sjálfa mig eins og Guð.“ Artsibasjef afneit- ar hinni stoltu manngildishugsjón Gorkís og segir: „maðurinn er í eðli sínu auvirðileg skepna.“ Hann skrifar bókina um Saníu, hina fullkomnu ó- freskju handan allra mannlegra verð- mæta. Geðsjúkdómafræðin leggur undir sig hvern skáldsögudoðrantinn af öðrum. Og dauðinn glottir herfi- lega framan í lesendur af blaðsíðum ljóðakveranna. Þetta er afar fróðlegt tímabil; menn flýja veruleikann á öll- um hugsanlegum farkostum. Þeir menn, sem enn eiga sér vonir og drauma eru efafullir, hikandi, veik- hurða. Óskir þeirra eiga sér ekki styrk skilnings eða ástríðu sannleik- ans. Þeir eru ógæfusamir, því þeir sætta sig ekki við efann og lífið. Það er mikið um að vera í bók- 315
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.