Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 83
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ Á Vonarstræti í Pétursborg er í dag seld fyrir túskilding dýrmæt kóróna: Fyrir eitt mannlegt orð — ódýrt, ekki satt? Eða: á tré hlátursins hef ég krossfest misþyrmt óp. Jafnvel hin hneykslanlega gula hempa gegnir hér mjög óvæntu hlutverki: Gott að liempan mín gula er sálinni hjúpur gegn forvitnum augum Mgebrof virðist hafa rétt fyrir sér í endurminningum sínunt frá þessum árum: „Á slikum augnablikum tók ég eftir einhverri djúpri, falinni þján- ingu handan við alla villimennsku lians. Eg gat mér þess til að hunzka hans væri mest mannalæti, og ég lét hana liggja á milli hluta.“ I stuttu máli: afneitun Majakovskís fær þunga ádeilu vegna þess að hún er pólitísk og það eykur gildi hennar hve hún er mannleg; hér hefur Vladí- mír margt frarn yfir félaga sína, því það var oft eins og þeir væru að þessu í einhverju bríaríi, væru í ómerkileg- um leik nteð hættulegustu orð heims- ins. Harpa hins unga Majakovskís á sér fleiri tóna en tóna reiði, fyrirlitning- ar eða þjáningar. Stundum gengur hann glaður og reifur um götur heimsins fullur af dirfsku og eldmóði, ekki í neinum vafa um eigið gildi: Því skyldi ég ekki syngja ura sjálfan mig þegar ég er allur eintómt furðuverk ef hver hreyfing mín er stórkostlegt óútskýranlegt furðuverk. Þetta segir hann í kvæðinu Maður- inn, síðasta stórvirki sínu fyrir bylt- ingu. 1 því sama kvæði telur hann sér það til gildis að: Það var ég sem hóf upp hjartað sem fána — ótrúiegt kraftaverk tuttugustu aldar Og það kemur fyrir, að þessar djörfu fullyrðingar fá byr undir vængi af bjartri framtíðarsýn. „Ég sé þann sem kemur yfir fjöll tímans, þann sem enginn annar sér,“ segir skáldið í Ský í buxum og á hér við byltinguna. En það er sjaldan að Majakovskí er svo bjartsýnn. Af þeim kvæðum, sem Majakovskí orti fyrir byltinguna er Ský í buxum merkast. Það er skrifað 1915, langt kvæði í fjórum köflum. Þetta eru nokkurskonar allsherjarreikningsskil skáldsins við heiminn. Hér kennir margra grasa. Minnst er Maríu þeirr- ar, sem skáldið elskaði, Maríu sem kom í musteri hjartans og lagði það í rúst með auvirðilegu tali um „ást, auðæfi, ástríður“. Hér eru harkaleg- ar árásir á skáldskap samtíðarinnar, sem líkt er við „ókeypis viðbæti við hvert tvíbreitt rúm“. Guði almáttug- um er formælt hressilega, virðingar- TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK 321 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.