Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Qupperneq 95
VLADÍMÍR MAJAKOVSKÍ
skáldsins í hugtakinu „smáborgara-
skapur“ sem er voðalegt orð í munni
rússneskra skálda. Og Majakovskí
berst án aíláts og af mikilli grimmd
gegn þessum smáborgaraskap, því
„smáborgarinn er hættulegri en her-
sveitir Vrangels, snúið því kanarí-
fuglana sem snarast úr hálsliðnum
svo að kanarífuglarnir drepi ekki
konnnúnismann“.
Einna bezt kemur þetta hatur
Majakovskís á öllu því sem hindrar
„hina kátu gönguför til kommúnism-
ans“ fram í leikrituin hans tveim,
Veggjalúsin og Baðhúsið.
1 Baðhúsinu segir frá uppfinninga-
manninum Tsjúdakof og samherjum
hans, sem hafa fundið upp tímavél,
vél sem getur skotið mannfólkinu
fram í kommúnismann. Þessir menn
eiga í mikilli viðureign við Pobédo-
nosíkof, forstjóra Aðalsamræmingar-
skrifstofunnar og hans fólk. Þetta fólk
er gríðarmikill spéspegill af öllu því
versta í fari smáborgarans, enda vill
það ekki með neinu móti styðja ágæt-
ar hugmyndir Tsjúdakofs; allt þarf
að athuga, samræma aðgerðir, hugsa
um embættisframa, spyrja: til hvers?,
íhuga: bara að það komi nú ekkert
fyrir. Allt fer þó vel, vélin kallar dís
fram úr hinni björtu framtíð og
Tsjúdakof og vinir hans þjóta af stað
út í hina kommúnistísku tuttugustu
og fyrstu öld, og skilja Pobédonosí-
kof og hans hyski eftir í myrkri og
vesaldómi. Þetta er fjörlegt leikrit,
ríkt af hugmyndaflugi. Og tímavélin
sem allt snýst um er ekkert þarflaust
grín. Majakovskí segir sjálfur að
hann hafi hér í huga þá ánægjulegu
staðreynd, að fyrsta fimmáraáætlunin
verði framkvæmd á fjórum árum, en
slík framkvæmd „er einmitt nokkurs-
konar tímavél“. „Baðhúsið, segir
skáldið, herst gegn skriffinnsku,
þröngsýni, kyrrð. Baðhúsið ver: víð-
sýni, hugvit, áhuga.“ —
Majakovskí átti ekki aðeins í mik-
illi og erfiðri þjóðfélagslegri baráttu
við „smáborgarann“, hann varð einn-
ig að berjast af öllu afli fyrir list
sinni. Andstæðingar hans voru marg-
ir. Hann var ásakaður fyrir að vera
grófur, ósiðsamlegur, fyrir að spilla
smekk æskunnar bæði með verkum
sínum svo og með árásum á skáld
fortíðarinnar, sakaður um að vera
óskiljanlegur alþýðunni, og margir
hafa hatað hann fyrir það, hve óvæg-
inn hann var í dómum sínum um
menn og málefni. Majakovskí gat lát-
ið sér margt af þessum ásökunum í
léttu rúmi liggja. Sumar af ásökunun-
um voru mjög úreltar; þannig hafði
Majakovskí fyrir löngu sætt sig við
Púsjkín og Nékrasof og önnur’góð-
skáld nítjándu aldar; í Hátíðakvœði
heilsaði hann þeim alúðlega og bauð
þá velkomna í sinn félagsskap. Hann
mótmælti aðeins þeirri stefnu, að
bókmenntahefðir fortíðarinnar skyldu
333