Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 9
ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI
lyndið komi í Ijós í dag eða hafi gert
það í gær. En því halda reyndar áróð-
ursmenn heimsveldanna fram.
Hver hefur þá verið reynsla hins
„þriðja heims“ í þessum efnum að
undanförnu, til dæmis á síðustu tíu
til fimmtán árum? Dæmin sem greind
voru áðan segja sína sögu. En ef vel
ætti að vera þyrfti að svara spurning-
unni með athugun sem næði jafnt til
Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Hef-
ur það komið í ljós í viðskiptum
heimsveldanna við þessi lönd að
heimsvalda- og nýlendustefnan sé bú-
in að afneita eðli sínu? Var viðskiln-
aður Bretlands við Indland með þeim
hætti að þá ályktun mætti draga?
Hvað um skiptingu Indlands? Hvað
um skipti Hollendinga við Indó-
nesíu? Frakka við Indókína? Hvað
um írak og íran? Egyptaland? Tún-
is, Alsír og Marokkó? Hvert hefur
hlutverk, Breta og Frakka verið í
Svörtu-Afríku ? Hvað ályktanir ber
að draga af atburðunum í Kongó?
Hverjir hafa grætt mest á afskiptum
Bandaríkjamanna í öllum þessum
löndum? Um bandamenn vor íslend-
inga í Portúgal mun ekki hlýða að
tala, en samskipti Bandaríkjamanna
við rómönsku Ameríku hljóta að vera
sérstakrar athugunar verð, ekki sízt
með tilliti til þess að Bandaríkjamenn
eru vanir að benda hinum gömlu ný-
lenduríkjum á sjálfa sig sem fyrir-
mynd um ósíngirni.
Það er skiljanlega ekki tækifæri til
að gera slíkar athuganir hér, enda má
benda á ýmsar greinar varðandi þessi
efni í Tímaritinu á undanförnum ár-
um. Hér verður aðeins reynt með fá-
einum dæmum að sýna hver hafi ver-
ið hin skilorðsbundnu viðbrögð kapí-
talismans við frelsissókn hins „þriðja
heims“ á síðustu árum og hversvegna
hætta sósíalismans er þar jafn erfitt
viðfangsefni vestrænum stjórnmála-
mönnum og kveinstafir þeirra bera
vitni um.
2
Fyrst er að geta þess að þjóðir ný-
lendna og hálfnýlendna eru nú ein-
mitt farnar að gera sér ljóst að sjálf-
stæðið er orðið tómt án efnahagslegs
fullveldis. En tvær höfuðforsendur
þess fulla sjálfstæðis er óhætt að segja
að séu þær sömu hvarvetna í hinum
„þriðja heimi“: a) iðnvæðing í þágu
landsmanna sjálfra og b) landbúnað-
arbylting. Hvorttveggja verður að
fara saman og víðasthvar er landbún-
aðarbyltingin ekki óbrýnni en iðn-
væðingin. Þetta eru þau verkefni sem
hin nýjrjálsu ríki og hálfnýlendurnar
komast ekki hjá að inna af hendi,
vilji þau ekki halda áfram að vera
efnahagslegar nýlendur. Og ef nýkapí-
talisminn vill sanna velvild þá sem
hann kveðst bera til hins „þriðja
heims“ verður hann að gera það með
því að aðstoða hann á raunhlítan hátt
við framkvæmd þessara verkefna.
Hvernig lítur þessi dálkur í siðferðis-
reikningi auðvaldsheimsins út?
103