Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR annað hafa Bandaríkin dregið að sér höndina með vörukaup í þvingunar- skyni. Ráðgjafar um viðreisn, út- sendir af bandarískum stjórnar- eða fjármálastofnunum, hafa frá stríðs- lokum lagt fast að rikisstjórnum róm- önsku Ameríku að hafa hemil á iðn- væðingu og leggja aðaláherzlu á hrá- efnaframleiðslu. En þrátt fyrir allt, þrátt fyrir viðreisnarráðleggingar, þrátt fyrir óhagstæð verzlunarkjör, mundi margur ætla að hinar miklu auðlindir rómönsku Ameríku hefðu ekki getað komizt hjá því að skila álit- legum gróða sem nota mætti til frek- ari iðnvæðingar og kjarabóta. Og víst hafa þær skilað gróða. Bandarísk auðfélög nýta allar helztu auðlindir rómönsku Ameríku og nýta þær vel. Meðalársarður bandarískra fyrir- tækja þar í sveit hefur aukizt úr 6% árið 1929 í 14,5% árið 1949, og 1951 var hann orðinn 20,5%. Þau hafa flest afskrifað höfuðstól sinn tvisvar eða þrisvar sinnum. Ef eitthvað af þessum gróða er lagt aftur í fjárfest- ingu í löndunum þar sem hann verð- ur til, þá er öruggt að sú fjárfesting er ekki miðuð við þarfir íbúa þessara landa, heldur er fljóttekinn gróði eini mælikvarðinn. Og það er alger und- antekning ef bandarískt fjármagn er notað til annars en framleiða hráefni, nema þegar bílahringarnir koma upp verksmiðjum til að setja saman bíl- ana sem þeir selja auðmönnum þess- ara landa. Eymd rómönsku Ameríku verður auðskiljanleg þegar menn hafa gert sér ljóst hvílíkur er sá blóð- skattur sem amerískt auðmagn rakar þar saman. En ekki er þörfin minni á umbótum í sveitum Suður-Ameríku en borgum. í sveitunum er eymdin svörtust. Vold- ug jarðeigendastétt situr þar yfir hlut vinnandi bænda. Nýlegar tölur sýna að í rómönsku Ameríku allri eiga 110.000 stórjarðeigendur 65% af allri ræktaðri jörð, eða að jafnaði 4000 ha hver; en 5% milljón smá- bændur hafa yfir að ráða 3,7% allrar ræktaðrar jarðar. Þessi stórjarðeig- endastétt er yfirleitt innlend í sjálfri Suður-Ameríku; það er ekki nema í Mið-Ameríku að bandarískir einok- unarhringar (t. d. United Fruit) hafa lagt undir sig mikinn hluta jarðnæð- isins. En þessi erkiafturhaldssama stétt er þrándur í götu allra umbóta, í bandalagi við norður-amerísku auð- félögin, enda varla við öðru að búast, því hin nauðsynlega landbúnaðarbylt- ing verður ekki gerð nema á kostnað hennar. Fátæktin og neyðin eru því sameiginlegir hagsmunir innlendrar og erlendrar auðstéttar. Á þessum múr erlends og innlends auðmagns hefur öll viðleitni til raun- hæfra umbóta brotið vængi sína æ of- an í æ. Og víst er við ramman reip að draga. Auðvaldið hefur komið sér í þá aðstöðu í Suður-Ameríku að það getur hvenær sem því líkar svelt ríkis- stjórnirnar til hlýðni. Það hefur kom- 106
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.