Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 15
ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI
sína til Kúbu í apríl 1961 til að steypa
Castro, var það gefið í skyn að til-
gangur innrásarinnar væri ekki að
endurreisa vald auðhringanna yfir
efnahag landsins; þvert á móti mundi
ekki verða hróflað við umbótunum;
landbúnaðarbyltingunni yrði haldið
áfram; fjármálaspillingunni mundi
ekki verða gefið undir fótinn aftur.
Eini tilgangur innrásarinnar var
sagður sá að framkvæma stefnu Cast-
ros, — án Castros; fidelismi án Fid-
els! Nokkur hluti bandarísks áróðurs-
liðs hafði þegar árinu áður búið til
þá trúarjátningu sem hér átti við:
„Við erum ekki andvígir byltingunni
á Kúbu, við erum ekki andvígir land-
búnaðarbyltingunni; við erum ekki
andstæðingar Kúbustjórnar af því
hún hefur svipt auðfélög okkar gróða;
fasteignirnar okkar, landeignirnar,
spilavítin okkar og hóruhúsin liggja
okkur í léttu rúmi; í stuttu máli: við
hefðum sjálfir fagnað byltingunni á
Kúbu manna mest, með því eina skil-
yrði að hún hejði ekki verið komm-
únistísk.“
Það má að vísu segja að þessi rök-
semdaleiðsla beri aðeins vott um tvö-
feldni; mér er þó nær að halda að sú
tvöfeldni sé ekki að öllu leyti meðvit-
uð heldur stafi af þeirri heimsku sem
góðviljaður bandarískur kapítalisti,
— sem er vissulega hlægilegasta
skepna jarðarinnar, — verður nauð-
synlega að hafa sér að hlífiskildi.
Hér er sem sé öllu snúið við. Bylt-
ingarmennimir á Kúbu voru sannir
byltingarmenn, en þeir höfðu ekki á-
kveðna sundurgreinda áætlun um
hvernig þeir ættu að fara að við fram-
kvæmd stefnumála sinna. En stefnu-
málin voru ákveðin: að útrýma þeirri
eymd og svívirðingu sem bandariskt
frjálst framtak í bandalagi við inn-
lenda auðmenn ræktaði á Kúbu. Það
var ekki fyrr en þeir voru byrjaðir á
því að þeir komust að raun um að
eina leiðin til að uppræta hana var að
ganga algerlega í berhögg við kapítal-
ismann, þeir sáu að sjálfstæður efna-
hagur Kúbu var ósamrýmanlegur
kapítalismanum. Pólitík þeirra varð
sósíalistísk af sjálfri sér, hún gat ekki
orðið annað eins og í pottinn var búið
nema þeir hefðu sætt sig við að svíkja
þjóð sína. Þessvegna er það dæmi um
sérstaka grautarhugsun, þegar Banda-
ríkjamenn tala um að þeir hefðu get-
að sætt sig við byltingu sem ekki
hefði verið kommúnistísk; þeir gátu
auðvitað ekki sætt sig við aðra bylt-
ingu en þá sem hefði svikið bylting-
una.
Walter Lippmann, sem er talinn
með frjálslyndari blaðamönnum
bandarískum, og er áreiðanlega einn
af þeim hreinskilnustu, hefur lýst því
í fáeinum orðum hvað það er á Kúbu
sem Bandaríkjamenn geta ekki sætt
sig við: „Hin raunverulega hætta sem
stafar af castrismanum er sú, að hon-
um takist að leysa á Kúbu þau við-
fangsefni sem eru óleyst í mörgum
109