Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
landsbúa (af um 10 milljónum)
„lifa“ á landbúnaði. Lija er rétt að
setja innan gæsalappa: því ef gert er
ráð fyrir að af þessum 7,6 milljónum
séu 2,6 milljónir vinnandi menn, þá
hafa þeir að meðaltali vinnu í 47
daga á ári, með öðrum orðum: af 2,6
milljónum bænda og landbúnaðar-
verkamanna eru 2 milljónir atvinnu-
leysingjar. En til þess að menn skilji,
að hve miklu leyti eymd alsírskra
bænda er eymd nýlendukúgunar væri
nægjanlegt að geta þess að meðaljörð
serknesks bónda er 11,6 ha, en bónda
af evrópskum uppruna 125 ha. (í
rauninni er þó samþjöppunin miklu
meiri en þessar tölur gefa í skyn, því
að af 22000 „evrópskum“ bændum
sem nytja samtals 2,8 milljónir ha.
eiga 8000 91% jarðanna.) En einnig
má minnast þess að evrópskir bænd-
ur sitja að frjósömustu jörðunum í
Alsír, því landnám Frakka fór fram
á þann hátt, fyrir aldamót, að hinir
innfæddu voru hraktir þaðan burt
með hervaldi, og hafa síðan orðið að
láta sér nægja hrjóstrugustu og rýr-
ustu jarðirnar. Hér við bætist svo eitt
atriði enn, sem er raunar táknrænt
um búskap Evrópumanna í hvaða ný-
lendu sem er: Evrópskir landnemar í
Alsír hafa mergsogið jörðina, ræktað
hana með það eitt í huga að ná sem
mestum gróða strax, án tillits til þess
hvaða afrakstur hún gæfi ókomnum
kynslóðum. En Alsír er þurrkaland
og jarðvegurinn í hættu ef ekki er
gættþeirrar varúðar sem mörg hundr-
uð ára reynsla hafði kennt bændum
þessa lands, sem einusinni var korn-
forðabúr Rómaveldis og síðar hélt líf-
inu í Frökkum, á tímum byltingarinn-
ar. En ætli þessir búskaparhættir ev-
rópskra landnema stafi ekki af eðli-
legum sálrænum viðbrögðum manna
sem gera sér undirniðri Ijóst að ráns-
fengur er skammgóður vermir?
Af þessu er augljóst að engin um-
bótaáætlun getur komið að gagni í
Alsír nema þar sé vandamálum land-
búnaðarins fullur gaumur gefinn. Og
ekkert nema róttækar ráðstafanir
munu duga, ráðstafanir sem miðuðu
að því í fyrsta lagi að skila landsbú-
um aftur ránsfeng evrópskra stór-
bænda, en styddu í öðru lagi að því
að færa vinnubrögð í nútímahorf, og
stemmdu stigu fyrir blóðnytkun jarð-
arinnar. Þó iðnvæðingin sé önnur
höfuðnauðsynin, og verði að taka við
nokkru af því vinnumagni sem fer nú
til einskis í sveitunum, þá kæmi hún
að litlum notum út af fyrir sig, og
væri auk þess of seinvirk lækning á
því afskaplega eymdarástandi sem
ríkir í Alsír. Umbætur á landbúnað-
inum mundu vera fljótvirkari og
ódýrari aðferð til að hefja lífskjörin
almennt upp úr því núlli sem þau eru
nú í.
En þegar Constantine-áætlunin er
athuguð kemur í ljós að þar er land-
búnaðurinn í lágum sessi. Og það er
að vísu eðlilegt, því áætlunin er i
114