Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 21
ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI samræmi við boðorð þau sem Lipp- mann lýsir: hún miðar að þjóðfélags- legum umbótum „án þess að brjóta í bág við „rétttrúaða“ stefnu í fjármál- um og án þess að grípa til byltingar- sinnaðs eignarnáms“. Henni er ekki ætlað að leiðrétta þá glæpi sem ný- lenduskipulagið hefur gert að lögum í Alsír: evrópsku stórjarðeigendurnir eru friðhelgir. Hún gerir aðeins ráð fyrir að kaupa 250000 ha af rýrum jörðum til að skipta meðal inn- fæddra. Og aðeins sjötti hluti þess fjár sem samkvæmt henni skyldi lagt í framkvæmdir í Alsír 1959—1963 átti að ganga til landbúnaðarins. Hinsvegar leggur hún alla áherzlu á framfarir í borgum Alsírs. En ein- mitt hér koma í ljós takmarkanir þessarar áætlunar sem sýna um leið tilgang hennar. Þrátt fyrir það þó iðnvæðingunni sé ætlað mun meira fé en landbúnaðinum mundi Constan- tine-áætlunin að vísu ekki hafa skap- að nýja atvinnumöguleika nema sem samsvarar eðlilegri mannfjölgun í Alsír. Tilgangur hennar var sem sé ekki að bæta lífskjörin almennt. Hún mundi ekki hafa bætt þau í sveitun- um svo nokkru munaði, og hún hefði ekki aukið svo vinnu í borgunum að þær hefðu getað tekið við atvinnu- leysingjum landsbyggðarinnar. Til- gangur hennar var að skapa innlenda forréttindastétt, einkum í borgunum, þar sem aðstæðurnar eru álitnar hag- stæðari. Neyð bændastéttarinnar átti að láta afskiptalausa, en kappkostað skyldi að auka tekjur alsírskra borg- arbúa, byggja íbúðir handa þeim, og veita þeim menntun, í einu orði sagt: búa til „miðstétt“ sem mundi berjast gegn allslausum löndum sínum við hlið nýlenduherranna og stjórna síð- an í umboði hinna síðarnefndu til að verja þau forréttindi sem hún ætti orðið hlut að. Eða eins og einn af valdsmönnum Frakka í Alsír komst að orði 1960: „Einkaeign hefur því mikilvæga hlutverki að gegna að efla framfarir einstaklingsins og hefja hann í þjóðfélagsstiganum. Hún stuðlar að því að skapa úrvalshóp sem sé aðgreindur frá alþýðunni." Þessi stefna Constantine-áætlunar- innar er fullkomlega rökrétt, þar sem ástandið er þannig í Alsír eins og víðar í hinum „vanþróuðu löndum“, að engin leið er að ráða bót á eymd bændastéttarinnar nema með aðgerð- um sem jafngilda þjóðfélagslegri byltingu. En höfundum Constantine- áætlunarinnar var „frelsi“ kapítalism- ans ginnheilagt, eins og Bandaríkja- mönnum í Suður-Ameríku.1 Enda þótt aðstaða kapítalismans franska breytist við það að réttur Alsírmanna til fullveldis er viður- kenndur, þarf hún ekki að vera von- laus. Það er ekki fyrirfram útilokað að Frökkum takist sú áætlun sín á 1 Um Constantine-áætlunina er einkum stuð'zt við André Gorz, Gaullisme et Néo- colonialisme í Temps modernes, nr. 179. 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.