Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 21
ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI
samræmi við boðorð þau sem Lipp-
mann lýsir: hún miðar að þjóðfélags-
legum umbótum „án þess að brjóta í
bág við „rétttrúaða“ stefnu í fjármál-
um og án þess að grípa til byltingar-
sinnaðs eignarnáms“. Henni er ekki
ætlað að leiðrétta þá glæpi sem ný-
lenduskipulagið hefur gert að lögum
í Alsír: evrópsku stórjarðeigendurnir
eru friðhelgir. Hún gerir aðeins ráð
fyrir að kaupa 250000 ha af rýrum
jörðum til að skipta meðal inn-
fæddra. Og aðeins sjötti hluti þess
fjár sem samkvæmt henni skyldi lagt
í framkvæmdir í Alsír 1959—1963
átti að ganga til landbúnaðarins.
Hinsvegar leggur hún alla áherzlu á
framfarir í borgum Alsírs. En ein-
mitt hér koma í ljós takmarkanir
þessarar áætlunar sem sýna um leið
tilgang hennar. Þrátt fyrir það þó
iðnvæðingunni sé ætlað mun meira fé
en landbúnaðinum mundi Constan-
tine-áætlunin að vísu ekki hafa skap-
að nýja atvinnumöguleika nema sem
samsvarar eðlilegri mannfjölgun í
Alsír. Tilgangur hennar var sem sé
ekki að bæta lífskjörin almennt. Hún
mundi ekki hafa bætt þau í sveitun-
um svo nokkru munaði, og hún hefði
ekki aukið svo vinnu í borgunum að
þær hefðu getað tekið við atvinnu-
leysingjum landsbyggðarinnar. Til-
gangur hennar var að skapa innlenda
forréttindastétt, einkum í borgunum,
þar sem aðstæðurnar eru álitnar hag-
stæðari. Neyð bændastéttarinnar átti
að láta afskiptalausa, en kappkostað
skyldi að auka tekjur alsírskra borg-
arbúa, byggja íbúðir handa þeim, og
veita þeim menntun, í einu orði sagt:
búa til „miðstétt“ sem mundi berjast
gegn allslausum löndum sínum við
hlið nýlenduherranna og stjórna síð-
an í umboði hinna síðarnefndu til að
verja þau forréttindi sem hún ætti
orðið hlut að. Eða eins og einn af
valdsmönnum Frakka í Alsír komst
að orði 1960: „Einkaeign hefur því
mikilvæga hlutverki að gegna að efla
framfarir einstaklingsins og hefja
hann í þjóðfélagsstiganum. Hún
stuðlar að því að skapa úrvalshóp
sem sé aðgreindur frá alþýðunni."
Þessi stefna Constantine-áætlunar-
innar er fullkomlega rökrétt, þar sem
ástandið er þannig í Alsír eins og
víðar í hinum „vanþróuðu löndum“,
að engin leið er að ráða bót á eymd
bændastéttarinnar nema með aðgerð-
um sem jafngilda þjóðfélagslegri
byltingu. En höfundum Constantine-
áætlunarinnar var „frelsi“ kapítalism-
ans ginnheilagt, eins og Bandaríkja-
mönnum í Suður-Ameríku.1
Enda þótt aðstaða kapítalismans
franska breytist við það að réttur
Alsírmanna til fullveldis er viður-
kenndur, þarf hún ekki að vera von-
laus. Það er ekki fyrirfram útilokað
að Frökkum takist sú áætlun sín á
1 Um Constantine-áætlunina er einkum
stuð'zt við André Gorz, Gaullisme et Néo-
colonialisme í Temps modernes, nr. 179.
115