Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR næstu árum að koma sér upp stétt leppa í Alsír, og viðhalda efnahags- legu nýlenduvaldi sínu í formlega frjálsu ríki. Markmið Constantine- áætlunarinnar mun varla gleymast þeim fyrst um sinn, og þeir hyggja reyndar að þeir eigi mjög sterkan leik á borði.1 Frjálst Alsír stendur semsé nú frammi fyrir þeim vanda sem einna örðugastur reynist hverju nýfrjálsu ríki. Það þarf að nota mikið af tekj- um sínum til að bæta lífskjör almenn- ings, auka neyzluna, útrýma sultin- um, byggja íbúðir o. s. frv. En það þarf ennfremur að tryggja undirstöðu efnahagslegs fullveldis: festa mikið fé í iðnvæðingu landsins. Erindrekar kapítalismans ganga hér á lagið, rök- semdaleiðsla þeirra fer fram ein- hvernveginn á þennan hátt: Annað- hvort verður alsírska þjóðin að lifa áfram áratugum saman við sömu eymd, ellegar hún hlýtur að leggja öll áform um iðnvæðingu á hilluna, en það mundi aftur þegar fram í sækti 1 Hér er ekki tækifæri til að ræða þau nýju viðhorf sem myndast með eflingu Efnahagsbandalags Evrópu. Aðeins skal bent á það að með stofnun þess mun bæði Alsír og önnur Afríkulönd hvert um sig ekki aðeins þurfa að etja við auðvald sinna fyrri nýlendudrottna, heldur sameinað auð- vald Evrópu; enda er auðséð að stórkapítal- istar Efnahagsbandalagsins hyggja gott til þess að geta orðið Afríku slíkir vemdarar sem bandariska auðvaldið hefur verið Suð- ur-Ameríku. leiða til sömu eymdar á ný. Vér bjóð- um henni þriðja kostinn: að veita því fjármagni til Alsírs sem iðnvæðingin þarfnast. Sjálft hefur Alsír ekki fjár- magn bæði til að auka neyzluna og efla iðnað sinn. Það verður að velja á milli engra varanlegra framfara og framfara með hjálp fransks kapítal- isma. Hér snertum vér reyndar við aðal- tilefni og upphafi þessarar greinar: eðli þeirrar hjálpar sem auðvaldsrík- in bjóða nýfrjálsum þjóðum. Núorð- ið vita skarpskyggnustu menn þessara þjóða harla vel að hingaðtil hefur sú hjálp kostað skilyrði. Skilyrði um frelsi kapítalismans, þ. e. a. s.: að hinn erlendi kapítalismi ráði í raun og veru stefnunni í atvinnu- og fjár- málum, að gróði hans sé ekki skertur, að hann fái að flytja hann út, að hann hafi frjálsar hendur um fjárfestingu o. s. frv. Þessi skilyrði eru jafnvel sett fyrir beinum lánum, hvað þá heldur þegar hjálpin er veitt í formi fjárfestingar einkaframtaksins, sem auðvitað verður að vera gróðavæn- leg, og örugg. En sérhverju kapítalist- ísku ríki þykir hinn síðarnefndi hátt- ur miklu æskilegri. Þannig verða rót- tækar umbætur að bíða, og hið ný- frjálsa ríki mun ekki að heldur kom- ast nær efnahagslegu óhæði þó að er- lendir einokunarhringar raki saman gróða af fyrirtækjum sem munu eink- um framleiða hráefni og hálfunnar vörur, og útheimta oftast nær ekki 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.