Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kapítalismi, enda þótt hann byrji á
þjóðlegum grunni, hættir fljótlega að
líta á hagsmuni þjóðar sinnar sem
sína hagsmuni og gerist meðhjálpari
erlendrar undirokunar. Onnur orsök
er sú að frelsishreyfingar hins þriðja
heims eru hvarvetna alþýðlegar hreyf-
ingar, — enda vant að sjá hvernig
annað gæti orðið, -— og hirða því lítt
að skipta á erlendri forréttindastétt
fyrir innlenda. En það atriði sem
þyngst er á metunum er þó það að
viðfangsefnin sem bíða hverrar þeirr-
ar þjóðar sem hingaðtil hefur verið
flækt í net vestrænna heimsvelda eru
svo risavaxin og brýn, að kapítalist-
ískt skipulag með mælikvarða gróða-
möguleikanna og frelsi fjármagnsins
og sína sigildu 3% framleiðsluaukn-
ingu að áttavita er enganveginn lík-
legt til að geta leyst þau. Slíkar eru
ástæður þess að því betri ráð sem
hagfræðingar og stjórnfræðingar
vestræns frelsis og brain-trust Kenne-
dys finna til að hindra að hinn
„þriðji heimur“ gerist kommúnistísk-
ur, þ. e. a. s. því lengur sem þeim
tekst að varna honum frelsis og hafa
hann að féþúfu, því óhjákvæmilegri
og algerari verða endalok kapítalism-
ans í þeim heimi ...
Enda þótt í þessari grein hafi eink-
um verið dvalið við undirstöðu þess
dulbúna stríðs sem kapítalistísk stór-
veldi heyja nú gegn fátækum þjóðum,
þ. e. hinar efnahagslegu forsendur
þess, þá er höfundi hennar vel ljóst að
ekkert sögulegt ferli hefur nokkurn-
líma fylgt beinni braut. Eins og fram-
ar í greininni er reyndar minnzt á er
ýmis mismunur á aðstöðu hinna und-
irokuðu þjóða í þessari baráttu. Það
má ekki gleyma þeim áhrifum sem
hernaðarleg og „heimspólitísk” við-
horf hafa oft og tíðum á afstöðu
heimsveldanna. Það má ekki heldur
gleyma því að þar sem kapítalisminn
á á hættu að missa allt gefur hann eft-
ir til að halda nokkru. Aðferðir
heimsveldissinnaðrar pólitíkur geta
einnig verið bæði skynsamlegar og
heimskulegar, og er barátta O.A.S. í
Alsír, sem stafar reyndar af því að
franski nýkapítalisminn hefur ákveð-
ið að fórna hagsmunum hins „úrelta“
kapítalisma, dæmi hins síðara, —
þrátt fyri það þó O.A.S. kunni eins
líklega að vinna sigur, sem yrði pyrr-
husarsigur, í þeirri baráttu. Það
er jafnvel ekki útilokað að undir
mjög sérstökum kringumstæðum geti
einhverskonar takmörkuð samvinna
við auðmagn nýlenduríkisins orðið
bráðabirgðalausn, ef foringjar frels-
irbaráttunnar kunna að varast þær
hættur sem slíkri samvinnu hljóta að
vera samfara. Þesskonar samvinna
mun þó aldrei ráða úrslitum um sókn
undirokaðra þjóða til fullveldis, held-
ur sú vissa að enginn mun leysa þær
ef þær gera það ekki sjálfar og sá
skilningur sem kann að greina hvert
er eðli andstæðings þeirra.
118