Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ímynd alls þess bezta í lífinu: „í þessu
húsi ríkti elskan. Þannig var mann-
lífið að eilífu stærst, — brosa með
barni sínu þegar það hlær, hugga það
þegar það grætur, bera það dáið til
moldar, en þerra sjálfur sín eigin tár
og brosa á ný og taka öllu eftir röð án
þess að spyrja fram eða aftur; lifa;
vera öllum góður.“ Lífið í sinni ein-
földustu og sjálfsögðustu og um leið
háleitustu mynd.
Það er vissulega engin tilviljun, að
við mætum hugtaki úr taóismanum
einmitt í þessu sambandi. Ólafur bið-
ur um að mega gefa Aumíngjanum í
kotinu spegil, í staðinn fyrir þann
sem hefur brotnað, til þess að hægt sé
að skoða jökulinn í honum, og bætir
við: „I þessum spegli á heima Eitt og
Alt.“ Hið Eina er ein grundvallar-
hugmynd taóismans, og kemur einnig
fyrir annars staðar í sögunni um Ólaf
Kárason. í öðrum kafla Ljóss heims-
ins (1937) er sagt frá því, hvernig
drengurinn þykist hevra „kraftbirt-
íngarhljóm guðdómsins“ í náttúrunni
og ná sambandi við alheiminn. Hann
hefur nutnið Hið Eina. Þessi lýsing á
sér fyrirmynd í dagbókum Magnúsar
Hjaltasonar, hinni merkilegu aðal-
heimild Halldórs; jafnvel hið sér-
kennilega orðatiltæki „kraftbirtíng-
arhljómur guðdómsins“ er sótt þang-
að. Hinsvegar er Hið Eina frá Hall-
dóri sjálfum.
Kotið undir jöklinum og fólkið þar
eru að vissu leyti handan við okkar
heim. Það er annar heimur: „Skáld-
inu fanst þeir ekki einhamir sem lifðu
í nánd svo alhvítra töfra, heldur væri
þetta ríki goðsagnarinnar.“ Hér ríkir
fagnandi innileiki, fullkomin og óbif-
andi lífstrú, en óháð öllum kerfis-
bundnum trúarjátningum. „Og fögur
þótti okkur jörðin“, heyrist Ólafi
bergmála í þessu fátæka húsi. Það er
eins og huldufólksdraumar þjóðar-
innar svífi yfir vötnunum, og þó ekki
í sinni venjulegu mynd allsnægta og
viðhafnar, heldur sem skáldleg von
um óbrotnara, innilegra, saklausara
líf í skauti náttúrunnar.
f sambandi við þessa lýsingu í Feg-
urð himinsins mætti einnig minna á
ummæli Halldórs um Bókina um veg-
inn í ofannefndum ritdómi frá 1942:
„hún er framar öllu draumur sveita-
sælunnar, sem ævinlega hefur verið
einn sterkastur þáttur og töfrafylstur
í lífi, list og bókmentum Kína“. Þess-
um draumi um sveitasælu bregður
einnig fyrir í sögunni Temúdjín snýr
heim, sem var sett saman á páskunum
1941 og birtist í Sjö töframönnum
1942. En þar er hinn voldugi heims-
stjórnandi Temúdjín (öðru nafni
Djingis khan) látinn mæta taóisman-
um í persónu meistarans Síng-Síng-
Hó (öðru nafni Laó-tse). Meðal ann-
ars eru teknar upp og lagðar í munn
Síng-Síng-Hós ýmsar frægar setning-
ar úr Bókinni um veginn. En um
Temúdjín segir, að hann á átthaga
sína í hinum norðlægu kjarrhæðum,
122