Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ímynd alls þess bezta í lífinu: „í þessu húsi ríkti elskan. Þannig var mann- lífið að eilífu stærst, — brosa með barni sínu þegar það hlær, hugga það þegar það grætur, bera það dáið til moldar, en þerra sjálfur sín eigin tár og brosa á ný og taka öllu eftir röð án þess að spyrja fram eða aftur; lifa; vera öllum góður.“ Lífið í sinni ein- földustu og sjálfsögðustu og um leið háleitustu mynd. Það er vissulega engin tilviljun, að við mætum hugtaki úr taóismanum einmitt í þessu sambandi. Ólafur bið- ur um að mega gefa Aumíngjanum í kotinu spegil, í staðinn fyrir þann sem hefur brotnað, til þess að hægt sé að skoða jökulinn í honum, og bætir við: „I þessum spegli á heima Eitt og Alt.“ Hið Eina er ein grundvallar- hugmynd taóismans, og kemur einnig fyrir annars staðar í sögunni um Ólaf Kárason. í öðrum kafla Ljóss heims- ins (1937) er sagt frá því, hvernig drengurinn þykist hevra „kraftbirt- íngarhljóm guðdómsins“ í náttúrunni og ná sambandi við alheiminn. Hann hefur nutnið Hið Eina. Þessi lýsing á sér fyrirmynd í dagbókum Magnúsar Hjaltasonar, hinni merkilegu aðal- heimild Halldórs; jafnvel hið sér- kennilega orðatiltæki „kraftbirtíng- arhljómur guðdómsins“ er sótt þang- að. Hinsvegar er Hið Eina frá Hall- dóri sjálfum. Kotið undir jöklinum og fólkið þar eru að vissu leyti handan við okkar heim. Það er annar heimur: „Skáld- inu fanst þeir ekki einhamir sem lifðu í nánd svo alhvítra töfra, heldur væri þetta ríki goðsagnarinnar.“ Hér ríkir fagnandi innileiki, fullkomin og óbif- andi lífstrú, en óháð öllum kerfis- bundnum trúarjátningum. „Og fögur þótti okkur jörðin“, heyrist Ólafi bergmála í þessu fátæka húsi. Það er eins og huldufólksdraumar þjóðar- innar svífi yfir vötnunum, og þó ekki í sinni venjulegu mynd allsnægta og viðhafnar, heldur sem skáldleg von um óbrotnara, innilegra, saklausara líf í skauti náttúrunnar. f sambandi við þessa lýsingu í Feg- urð himinsins mætti einnig minna á ummæli Halldórs um Bókina um veg- inn í ofannefndum ritdómi frá 1942: „hún er framar öllu draumur sveita- sælunnar, sem ævinlega hefur verið einn sterkastur þáttur og töfrafylstur í lífi, list og bókmentum Kína“. Þess- um draumi um sveitasælu bregður einnig fyrir í sögunni Temúdjín snýr heim, sem var sett saman á páskunum 1941 og birtist í Sjö töframönnum 1942. En þar er hinn voldugi heims- stjórnandi Temúdjín (öðru nafni Djingis khan) látinn mæta taóisman- um í persónu meistarans Síng-Síng- Hó (öðru nafni Laó-tse). Meðal ann- ars eru teknar upp og lagðar í munn Síng-Síng-Hós ýmsar frægar setning- ar úr Bókinni um veginn. En um Temúdjín segir, að hann á átthaga sína í hinum norðlægu kjarrhæðum, 122
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.