Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 33
LITLA BÓKIN UM SÁLINA OG HALLDÓR LAXNESS svipuð, þó að Björn afi komi þar ef til vill meira beint við sögu. Ég hef áður vitnað í nítjánda kafla bókar- innar, sem lýsir hrognkelsaveiðum þeirra Bjarnar og Alfgríms á Skerja- firði. Það er óendanleg kyrrð og helgiblær yfir þessum morgnum, og mál og líkingar skáldsins minna stundum á helgisögu. Stjörnurnar eru svo skærar, ef til vill af því að „María mey hefur verið að fægja þær í alla nótt“. Vorið er einhvers staðar í fjarska, „að minsta kosti í huga guðs, líkt og þau börn sem enn eru ekki getin í móðurkvið". Strax í fyr- irsögn kaflans er eilífðin nefnd, en í augum Álfgríms er þessi tilvera við hlið afa síns á þessum kyrru morgn- um — það er alltaf sami morguninn — eilíf sæla, og skelfileg tilhugsun að þurfa að skilja við hana: Ég var oft að hugsa um hvað frelsar- inn hafði verið góður að senda mig þessum manni til halds og trausts, og ég afréð að vera hjá honum meðan hann lifði og draga með honum grá- sleppu altaf á útmánuðum. Og ég von- aði að guð gcefi að hann hyrfi ekki frá mér fyren ég vœri sjálfur kominn vel á veg að verða eins gamall og hann; þá œtlaði ég að finna einhver- staðar lítinn dreing og láta hann róa með mér til að vitja um snemma á mornana meðan stjörnurnar enn væru skœrar á útmánuðum. Yfirleitt er eilífðin margrædd í sambandi við Brekkukot. í upphafs- kaflanum, Merkilegt kvikindi, er sagt frá gamalli klukku, þar sem drengur- inn heldur að eilífðin búi. Honum finnst það skrýtið, að hann skuli hafa fengið þessa hugmynd svona snemma, „uppgötva eilífðina sisona, laungu áður en ég vissi hvað eilífð var, og jafnvel áður en ég hafði lært þá setn- íngu að allir menn séu dauðlegir, já meðan ég lifði í rauninni í eilífðinni sjálfur. Það var einsog fiskur færi altíeinu að uppgötva vatnið sem hann syndir í.“ Það er satt, að fólkið í Brekkukoti virðist einhvern veginn lifa í eilífð- inni, lifa í heiminum eins og kæmi hann því lítið við. Jafnvel hatturinn hans Bjarnar er óbreytanlegur, eilíf- ur: „og þessi hattur var aldrei nýr það ég man, og hann varð aldrei gam- all heldur“. En hjá afa gamla birtist eilífðarsjónarmiðið ekki hvað sízt í afstöðu hans til fjárhagslegra hluta. Honum dettur ekki í hug að breyta verðinu á fiski sínum, þó að aðrir geri það. Hann þekkir ekki, eða vill ekki þekkja, neitt hagfræðilegt lög- mál um framboð og eftirspurn. Og hann tekur heldur ekki í mál annað en að borga sjálfur kú fyrir biblíu, því að „eftir íslenskri verðskrá fornri kostar bibblían sem svarar kvígildi, og er þá átt við snemmbæru ellegar sex ær loðnar og lembdar“. Þó að þetta atriði sé ef til vill hálfgert grín hjá höfundinum — og Birni? — þá 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.