Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
er það samt í bezta samræmi við þann
hugsunarhátt og þá lífsskoðun sem
ríkir í Brekkukoti.
Björn afi er einnig fulltrúi þeirrar
siðferðishugsjónar sem virðist ein-
kenna taóismann samkvæmt skilningi
Halldórs. Ef til vill er þetta siðferði
framar öllu falið í nokkurs konar
hlutleysi: ekki dæma menn, ekki vísa
til yfirnáttúrlegra hluta og guðfræði-
kenninga. Að minnsta kosti birtist
taóisminn þannig í sögunni Temúdjín
snýr lieim. Talsmenn kristindómsins
og múhammeðstrúarinnar, biskupinn
og ýmaninn, hóta Temúdjín eldslog-
um helvítis og sverði spámannsins
vegna afbrota hans. En meistarinn
Síng-Síng-Hó segir aðeins ofur stilli-
lega frá eiginleikum Hins Eina. Ágætt
dæmi um afstöðu Bjarnar í Brekku-
koti er frásögnin af viðskiptum hans
og karlsins, sem var búinn að stela frá
honum poka af mó: „Afi minn sagði
hreinlega við kallinn í Steinbænum:
guð getur ekki fyrirgefið þér, en mér
Birni í Brekkukoti stendur á andskot-
ans sama. Þannig er mér ekki grun-
laust um að afi minn hafi átt sérstaka
gjaldskrá yfir flesta þá hluti sem fyr-
ir kunna að koma í lífi fiskimanns.“
Siðferðið í Brekkukoti hvílir alger-
lega á mannlegum en ekki guðdóm-
legum grundvelli. Frá sjónarmiði
sjálfs sín vitnar Álfgrímur: „sérhver
illur verknaður sem maður vinnur er
einkum og sérílagi framinn gagnvart
honum afa mínum“. Það getur líka
vel verið, að breytni okkar flestra sé
byggð frekar á slíkum persónulegum
forsendum en á ákveðnum siðferði-
legum hugmyndum.
Þrátt fyrir það að Björn afi les
stundum upphátt úr postillunni að
hefðbundnum sið, þá hefur Álfgrími
ekki tekizt „að hafa uppá neinum er
þess minnist að hafa heyrt Björn í
Brekkukoti vitna í kenníngar um guð-
fræði, siðfræði ellegar heimspeki eft-
ir postillunni“. Mannlegt eðli hans
hefði ekki orðið öðruvísi „í nokkru
því sem skiftir máli þó hann hefði lif-
að hér í landi í heiðni; ellegar átt
heima einhversstaðar þar á jörðinni
sem ekki er lesin postilla, heldur trú-
að á uxann Apís, guðinn Ra ellegar
fuglinn Kólibrí.“ Á svipaðan hátt lýs-
ir skáldið öðrum alþýðumanni í ann-
arri bók, Fal bónda föður Uglu í
Atómstöðinni. Dóttirin spyr í gamni
föður sinn, hvort hann vilji ekki
breyta nýju kirkjunni í „hof handa
þeim Þór, Óðni og Frey“:
Faðir minn endurtók nöjn þeirra
seinn í máli og hugsi, og svipurinn
mildaðist ajtur einsog við endur-
minníngu horjinna vina: Þór, Óðinn
og Freyr. Hajðu sœl nejnt þá. Og
samt eru það ekki þeir.
Ég held þú vitir ekki á hvað þú trú-
ir faðir minn, sagði ég.
Ojú telpa mín, ég trúi á mitt guð,
við trúum á okkar guð, svaraði þessi.
ofstœkislausi trúmaður og brosti að
126