Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tilfinninganna lýsir sér einnig í frá- sögn hans af bókmenntum þeim, sem njóta vinsældar manna í Brekkukoti. Fáir aðhyllast þar „danska rómani — en sú nafngift var hjá okkur höfð um nútímabókmentir yfirleitt, en þó sér- staklega um móðursýki. Þegar við töluðum um danska rómani, er eins- og hafi vakað fyrir okkur einhver ó- ljós hugmynd um Dostojevski og þá sagnamenn aðra sem virðast hafa mist niður einhver ósköpin af tjöru, sem síðan vellur einhvernveginn formlaust, eftir þýngdarlögmálinu, útí smugur og oní dældir“. Sögurnar í Brekkukoti aftur á móti áttu jlestar sammerkt í einu, þœr voru sagðar öfugt við þá aðferð sem við kendum við danska rómani; líf sögu- manns sjálfs kom aldrei málinu við, þaðanafsíður skoðanir hans. Sögu- efnið eitt var látið tala. Aldrei flýttu þeir sér með söguna þessir karlar. Þegar eitthvað kom sem áheyrendum fanst œsilegt, fóru þeir oft að þylja œttartölur, voru leingi að því; síð- an tóku þeir til við að rifja upp ein- hvern útúrdúr, oft af nákvœmni. Sag- an sjálf lifði svöl og upphafin sér- stöku lífi í blóra við frásögnina, taus við mannaþef, dálítið einsog náttúr- an, þar sem höfuðskepnurnar ráða einar öllu. Sama ár sem Brekkukotsannáll birtist svaraði Halldór ásamt öðrum rithöfundum spurningu frá ameríska bókmenntatímaritinu Books Abroad um „breytiþróun skáldsögunnar eða dauða“. í hinu stuttorða svari sínu, endurprentuðu í Gjörníngabók, seg- ist skáldið halda, að „telling a story about the great things that have taken place in the world is inherent in hu- manity and will never be outmoded“. Hinsvegar ræðst hann harkalega á meginið af nútíma skáldsagnagerð: „Some sort of sickening subjectivist expectoration which has little to do with telling a story of ‘the great things that have taken place in the world’. If anything could be passé by nature, the hysterical, alcoholic, erotomaniacal etc. profession that passes for story- telling nowadays, in an out and out psychopathic age, would certainly be the most passé of all known genres of literature". Það er eftirtektarvert, að þessi per- sónulega yfirlýsing er í bezta sam- ræmi við bókmenntasmekk þann, sem er sagður ríkja í Brekkukoti. Það mætti í því sambandi benda á ummæli Halldórs útj af leikritagerð hans í seinni tíð. í viðtali við Dagens Ny- heter (Stockholm) 25. febrúar 1962 segist hann vera hættur að semja skáldsögur: / skáldsögunni stendur sögumaður- inn milli efnisins og lesandans, í leik- ritinu er enginn slíkur milliliður. Enginn höfundur stendur með augað við skráargatið til að njósna um hvað 128
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.