Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tilfinninganna lýsir sér einnig í frá-
sögn hans af bókmenntum þeim, sem
njóta vinsældar manna í Brekkukoti.
Fáir aðhyllast þar „danska rómani —
en sú nafngift var hjá okkur höfð um
nútímabókmentir yfirleitt, en þó sér-
staklega um móðursýki. Þegar við
töluðum um danska rómani, er eins-
og hafi vakað fyrir okkur einhver ó-
ljós hugmynd um Dostojevski og þá
sagnamenn aðra sem virðast hafa
mist niður einhver ósköpin af tjöru,
sem síðan vellur einhvernveginn
formlaust, eftir þýngdarlögmálinu,
útí smugur og oní dældir“. Sögurnar
í Brekkukoti aftur á móti
áttu jlestar sammerkt í einu, þœr voru
sagðar öfugt við þá aðferð sem við
kendum við danska rómani; líf sögu-
manns sjálfs kom aldrei málinu við,
þaðanafsíður skoðanir hans. Sögu-
efnið eitt var látið tala. Aldrei flýttu
þeir sér með söguna þessir karlar.
Þegar eitthvað kom sem áheyrendum
fanst œsilegt, fóru þeir oft að þylja
œttartölur, voru leingi að því; síð-
an tóku þeir til við að rifja upp ein-
hvern útúrdúr, oft af nákvœmni. Sag-
an sjálf lifði svöl og upphafin sér-
stöku lífi í blóra við frásögnina, taus
við mannaþef, dálítið einsog náttúr-
an, þar sem höfuðskepnurnar ráða
einar öllu.
Sama ár sem Brekkukotsannáll
birtist svaraði Halldór ásamt öðrum
rithöfundum spurningu frá ameríska
bókmenntatímaritinu Books Abroad
um „breytiþróun skáldsögunnar eða
dauða“. í hinu stuttorða svari sínu,
endurprentuðu í Gjörníngabók, seg-
ist skáldið halda, að „telling a story
about the great things that have taken
place in the world is inherent in hu-
manity and will never be outmoded“.
Hinsvegar ræðst hann harkalega á
meginið af nútíma skáldsagnagerð:
„Some sort of sickening subjectivist
expectoration which has little to do
with telling a story of ‘the great things
that have taken place in the world’. If
anything could be passé by nature, the
hysterical, alcoholic, erotomaniacal
etc. profession that passes for story-
telling nowadays, in an out and out
psychopathic age, would certainly be
the most passé of all known genres of
literature".
Það er eftirtektarvert, að þessi per-
sónulega yfirlýsing er í bezta sam-
ræmi við bókmenntasmekk þann, sem
er sagður ríkja í Brekkukoti. Það
mætti í því sambandi benda á ummæli
Halldórs útj af leikritagerð hans í
seinni tíð. í viðtali við Dagens Ny-
heter (Stockholm) 25. febrúar 1962
segist hann vera hættur að semja
skáldsögur:
/ skáldsögunni stendur sögumaður-
inn milli efnisins og lesandans, í leik-
ritinu er enginn slíkur milliliður.
Enginn höfundur stendur með augað
við skráargatið til að njósna um hvað
128