Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 37
LITLA BÓKIN UM SÁLINA OG HALLDÓR LAXNESS
persónur leiksins hafast að á einveru-
stundum sínum. Enginn höjundur
gerir athugasemdir við athafnir
þeirra.
Breytingin frá skáldsögu til leikrits
var ekkert erfið fyrir mig. Ég hafði
lengi verið á leið burt frá hinni hug-
rœnu (subjektiv) skáldsögu, sem ég
byrjaði á, í áttina til hins nakta leik-
rits (drama). Síðasta skrefið var all-
stutt.
Við erum ef til vill komin ískyggi-
lega langt frá taóismanum. Það ligg-
ur sem sé í augum uppi, að þessar
hugleiðingar Halldórs um dýrleik
orða og frásagnarlist eiga rætur sínar
að rekja til aðdáunar hans á fornbók-
menntum íslendinga. En áhrif þaðan
á stíl hans komu fyrst greinilega í
Ijós í íslandsklukkunni (1943). Þó
finnst mér einhvern veginn, að þessi
viðleitni hans að gera list sína æ hlut-
lægari samrýmist einnig vel hug-
myndum hans um taóismann. í sög-
unni um Temúdjín hefur Halldór þýtt
úr Bókinni um veginn meðal annars
þessa setningu: „í hjólnöfinni mæt-
ast þrjátíu pílárar, en væri það ekki
fyrir öxulgatið stæði vagninn kyr.“
En í ofannefndum ritdómi lofar hann
einmitt þá setningu sem eina þá full-
komnustu „sem til er í samanlögðum
bókmentum heimsins“. Ég er síður en
svo viss um, að ég skilji hversvegna.
En ég ímynda mér, að hann hafi
getað skilið þessi orð ekki sízt sem
einfalda og djúpskyggna lýsingu á
leyndardómi skáldskaparins. Gegnir
ekki skáldið hlutverki öxulgatsins í
verki sínu? Er hann þar ekki um leið
allt og ekkert?
Þessi hugsjón hlutleysisins og ó-
persónuleikans hlýtur að fela í sér það
miklar kröfur, að það liggur við að
öll listræn tjáning verði ómöguleg. í
ritdómi þeim, sem ég hef áður vísað
til, segist Halldór hafa með Temú-
djín-sögunni viljað gjalda Bókinni
um veginn þakkir æfi sinnar. „en nú,
þegar ég lít enn einu sinni á upphafs-
orðin, blygðast ég mín — ’það taó
sem verður lýst með orðum er ekki
hið eilífa taó’ ”. Brekkukotsannáll
fjallar um þennan merkilega tón, sem
er til, einhvers staðar, en aldrei virð-
ist hægt að ná. Innsta eðli tilverunn-
ar, hinu eilífa, verður aldrei lýst. Við
getum aðeins lifað það, fundið það
— stundum.
En snúum aftur að Brekkukoti.
Það mætti segja að andi taóismans
svífi yfir því heimili eins og yfir húsi
organistans í Atómstöðinni. Afi og
amma lifa í þeim anda, á sjálfsagðan
hátt, án þess að vera með frekari
bollaleggingar um afstöðu sína til
heimsins. Hinsvegar lifir undir þaki
þeirra einn maður, sem hefur kosið
hlutverk sitt af ásettu ráði og getur
rökrætt hugmyndir sínar; að því leyti
minnir hann á organistann. Það er
Eftirlitsmaðurinn. Hann hefur verið
bóndi, en selt allar eigur sínar til að
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
129
9