Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 43
FERÐASAGA AÐ AUSTAN er í brjóst lögð af ályktunarhæfileik, og nefnd hefir verið heilbrigð skynsemi á ýmsum málum. Þar að auki er í raun og veru enginn sem stjórnar blessuðu fólkinu, nema þessi fymefnda skepna utan úr hafinu, sem annars er margt betur gefið en stjórnvísi. Að vísu hafa einhverjir æfintýramenn fundið upp á því að segja fólki að kjósa sjer menn til lagasmíða, en það er hinsvegar marg- sannað að engin bók er jafnsnauð að ímyndunarafli, eins og Stjórnartíðindin. En úr því fólk hefir ekki nóg ímyndunarafl né næga heilbrigða skynsemi til að stjórna sér sjálft, þá er ekki að búast við að það hafi gáning á að finna menn með þessum hæfileikum. Fólk kýs bara þá, sem það þarf eitthvað til að sækja, og þá helst kaupmanninn eða bóndann á stærstu jörðinni í hreppnum. Væri þjóðinni stjórnað, mundi tíu þurrabúðarmönnum ekki leyfast að hrófla upp tíu kumböldum í vitleysu út um hvuppinn og hvappinn. Þeim mundi vera sagt, að slá saman og byggja eitt sæmilegt hús með tíu íbúðum. Og virðist þó ekki þurfa mikið ímyndunarafl til að sjá, að eitt hús er kostnaðarminna, verk- legra og mennilegra fyrirtæki en margir kumbaldar út um alt. Fjelagsbúskapur er ekki aðeins stórkostlegt menningarmeðal, heldur margfalt ódýrari hverjum einstakling en alt þetta hokur og pukur sitt í hverju horni, þar sem sálimar taka svip af kumböldunum, og hver einstaklingur situr eldiviðarlítill, með samanbitnar varir og hrukku í enninu, við sína einkastó, og býr sjer til „sjálf- stæðar skoðanir“, sem auðvitað eru ekki annað en tóm vitleysa, og hefir ekki nokkur lifandi ráð til að kaupa sjer pappa utan á sínar fjórar húshliðar. í ein- um smákaupstað eru tugir manna að bisa við að velta sama stóra steininum, einn og einn, i staðinn fyrir að ganga á hann allir í senn. Hversvegna er ekki skrifað um það í Stjórnartíðindin, að menn eigi að sameinast í lífsbaráttunni? Það á auðvitað að hafa stóran eldaskála í kjallaranum á stóra húsinu, og þar á að setja stóra eldavjel og stóran pott og elda graut og fisk fyrir tíu fjölskyld- ur í einu. Síðan á að hafa stromp upp úr þakinu. Það er ekki verra að jeta graut og fisk sem soðinn er í einum stórum potti á einni stórri eldavjel, heldur en graut og fisk, sem soðinn er í tiu litlum pott- um, á tíu litlum eldavjelum, — annars hægast að fletta upp í eldhúsdálkum Familie-Journal, ef semja skal fjölbreytilegan matseðil, en auðvitað getur ráð- ið sami dags-menu á tíu fjölskyldna heimili, eins og í matsöluhúsi með hundr- að fæðisþegum. Aðeins væri þessi tilhögun tíu sinnum kostnaðarminni, fyrir nú utan hvað það liggur í hlutarins eðli, að fara þannig að, ef nokkur hefði ímyndunarafl til að sjá hvað liggur í hlutarins eðli. Hjá fyrirfólki í smákaupstöðum fer mikið starf, fje og heilabrot í það að halda uppi virðingu sinni hvort fyrir öðru, og er slíkt hugðnæmt efni fyrir þá, 135
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.