Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 59
LIST OG KAPÍTALISMI
vinnubók sína: „Borgarastéttin er að
svíkja byltingarfortíð sína til að verja
kapítalísk sérréttindi sín og hreiðra
um sig sem ríkjandi stétt. Eftir að
hafa hrifsað völdin, vill hún ekki láta
þau af hendi við almenning. Og
þannig hlýtur borgarastéttin smám
saman að staðna. Hún tekur höndum
saman við afturhald, kirkjuvald og
hernaðarstefnu. Ég hlýt að benda á
það óaflátanlega og leggja á það
áherzlu að borgarastéttin hefur þegar
lokið hlutverki sínu og er horfin til
afturhaldssemi, svo hún megi halda
völdum sínum og auðæfum óskertum
og að öll von um öfl morgundagsins
er hjá alþýðunni“.
í sögum sínum hefur Zola lýst
þessu öllu, spillingu og rotnun borg-
arastéttarinnar, eymd alþýðunnar,
mótspyrnu verkalýðsins — þó án allr-
ar vonar um færa leið útúr ógöngun-
um — lýst þessu eins og martröð, sem
hvílir óaflátanlega á fólki. Þessar
„hlutlægu“ lýsingar á hörmungum
þjóðfélagsins, sem ekki fela í sér
hugsanlega breytingu hörmungar-
ástandsins, eru í senn styrkur og
veikleiki natúralismans, tvískinnung-
ur hans og innri mótsögn. Sú úrslita-
stund hlýtur að koma, að natúralist-
inn velur annaðhvort þá leið að verða
sósíalisti — eða þá hann hneigist til
forlagatrúar, symbólisma, dulhyggju,
trúarvingls og afturhaldssemi. Zola
kaus fyrri leiðina — margir félagar
hans fóru hina. Taine fylltist hryll-
ingi gagnvart Parísarkommúnunni og
gerðist formælandi virðulegrar og
trúarlegrar listar, Huysmans flýði
fyrst inn í heim sjúkleikans, en síðar
á náðir kaþólsku kirkjunnar, Bourget
hvarf inní rökkur kristilegrar tilfinn-
ingavellu. Ef við nú ennfremur höf-
um það í huga, að Henrik Ibsen og
Gerhart Hauptmann snérust til sym-
bólisma og dulhyggju og August
Strindberg hafnaði í nýrómantík og
glórulausri hjátrú, þá sjáum við Ijós-
lega hin djúpstæðu vandamál natúr-
alismans, þessa tvíræðu afstöðu hans,
sem leiðir í ýmsar áttir, framávið
ellegar afturábak.
Symbólisminn og dulhyggjan
Umskiptin frá natúralisma til sym-
bólisma og dulhyggju eiga sér þjóð-
félagslegar rætur, en eru þó jafnframt
bundin hinum sérstöku vinnubrögð-
um natúralismans. Hver einasta and-
leg og listræn uppreisn innan hins
borgaralega heims kemst fyrr eða síð-
ar í úrslitaaðstöðu, þegar hreyfing
fjöldans lætur ekki lengur sitja við
mótmælin ein heldur verður bylting-
arsinnuð, það er að segja stéttirnar
láta til sín taka. Lýðræðislega borg-
arabyltingin franska, byltingin 1848
og Parísarkommúnan mörkuðu líka
tímamót í bókmenntum og listum;
hverju sinni var um það að ræða að
taka afstöðu, segjast í lið með fram-
sæknum ellegar afturhaldssömum til-
hneigingum. Fyrsta öreigabyltingin,
151